Dortmund og Leipzig töpuðu stigum í toppbaráttunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2023 21:35 Dortmund er án sigurs í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fjórum leikjum í röð. Leon Kuegeler/Getty Images Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Dortmund og Leipzig, sem bæði berjast í kringum toppinn í deildinni, þurftu bæði að sætta sig við 1-1 jafntefli í sínum leikjum. Julian Brandt kom Dortmund yfir eftir hálftíma leik er liðið tók á móti fallbaráttuliði Mainz í kvöld áður en Sepp van den Berg jafnaði metin fyrir gestina stuttu fyrir hálfleik og þar við sat. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Dortmund hefur nú tapað stigum í seinustu fjórum deildarleikjum. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Mainz situr hins vegar í 15. sæti með tíu stig og aðeins markatalan heldur liðinu fyrir ofan fallsvæðið. 90' Kein Sieger in Dortmund. #BVBM05 1:1 pic.twitter.com/MFunppukkH— Borussia Dortmund (@BVB) December 19, 2023 Þá gerði RB Leipzig einnig 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Werder Bremen. Lois Openda kom Leipzig yfir með marki í upphafi síðari hálfleiks áður en Justin Njinmah jafnaði metin fyrir Werder Bremen þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Leipzig situr í þriðja sæti deildarinnar með 33 stig eftir 16 leiki, en Werder Bremen situr í 13. sæti með 16 stig. Að lokum gerðu Hoffenheim og Darmstadt 3-3 jafntefli í fjörugum leik þar sem Andrej Kramaric kom Hoffenheim yfir með marki úr vítaspyrnu á 14. mínútu. Luca Pfeiffer jafnaði hins vegar metin fyrir Darmstadt á 23. mínútu áður en Ihlas Bebou sá til þess að heimamenn í Hoffenheim fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikshléið. Tim Skarke jafnaði metin á nýjan leik fyrir gestina snemma í síðari hálfleik áður en Bebou kom Hoffenheim yfir í þriðja sinn í leiknum þegar enn voru 25 mínútur til leiksloka. Skarke var hins vegar aftur á ferðinni á 85. mínútu þegar hann jafnaði metin í þriðja sinn og lokatölur urðu því 3-3. Hoffenheim situr í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig, en Darmstadt situr á botni deildarinnar með tíu stig. Þýski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Sjá meira
Julian Brandt kom Dortmund yfir eftir hálftíma leik er liðið tók á móti fallbaráttuliði Mainz í kvöld áður en Sepp van den Berg jafnaði metin fyrir gestina stuttu fyrir hálfleik og þar við sat. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Dortmund hefur nú tapað stigum í seinustu fjórum deildarleikjum. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Mainz situr hins vegar í 15. sæti með tíu stig og aðeins markatalan heldur liðinu fyrir ofan fallsvæðið. 90' Kein Sieger in Dortmund. #BVBM05 1:1 pic.twitter.com/MFunppukkH— Borussia Dortmund (@BVB) December 19, 2023 Þá gerði RB Leipzig einnig 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Werder Bremen. Lois Openda kom Leipzig yfir með marki í upphafi síðari hálfleiks áður en Justin Njinmah jafnaði metin fyrir Werder Bremen þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Leipzig situr í þriðja sæti deildarinnar með 33 stig eftir 16 leiki, en Werder Bremen situr í 13. sæti með 16 stig. Að lokum gerðu Hoffenheim og Darmstadt 3-3 jafntefli í fjörugum leik þar sem Andrej Kramaric kom Hoffenheim yfir með marki úr vítaspyrnu á 14. mínútu. Luca Pfeiffer jafnaði hins vegar metin fyrir Darmstadt á 23. mínútu áður en Ihlas Bebou sá til þess að heimamenn í Hoffenheim fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikshléið. Tim Skarke jafnaði metin á nýjan leik fyrir gestina snemma í síðari hálfleik áður en Bebou kom Hoffenheim yfir í þriðja sinn í leiknum þegar enn voru 25 mínútur til leiksloka. Skarke var hins vegar aftur á ferðinni á 85. mínútu þegar hann jafnaði metin í þriðja sinn og lokatölur urðu því 3-3. Hoffenheim situr í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig, en Darmstadt situr á botni deildarinnar með tíu stig.
Þýski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Sjá meira