Innlent

Sjónar­spil gær­kvöldsins engu líkt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Björn Steinbekk myndaði eldgosið í nótt.
Björn Steinbekk myndaði eldgosið í nótt. Vísir

„Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt.

Björn ræddi við fréttastofu í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu. Björn hefur fylgst með öllum fjórum eldgosum á Reykjanesskaganum síðan árið 2021. Hann segist telja þróunina vera svipaða og í hinum gosunum. 

„Manni finnst það héðan, við komumst nær á eftir og náum að mynda þetta betur þar. Fá betri tilfinningu fyrir því,“ segir Björn. 

Klippa: Björn Steinbekk ber saman gosið í nótt og í dag

Hann segir að þarna virðist þó vera mun meiri virkni og sprungan sé mun stærri. 

„Mesti þrýstingurinn er til að byrja með, svo nær þetta jafnvægi. Þetta er mjög fallegt, eldgos og snjór og það eru að koma jól. Þetta er mjög áhugaverður tími,“ segir Björn. 

Klippa: Magnað myndefni næturinnar við undirleik Tsjajkovskíj

Tengdar fréttir

Þróunin svipuð og var við Fagra­dals­fjall

Áfram dregur úr krafti eldgossins við Sundhnúksgíga en hraunflæði er um það bil fjórðungur af því sem það var í byrjun og er einungis þriðjungur sprungunnar virkur. Kvikustrókar eru lægri en þeir voru í byrjun og eru um það bil þrjátíu metrar þar sem þeir ná hæst.

Í áfalli og ósofin: Fóru með verðmæti til Grindavíkur í gær

Íbúi í Grindavík segir fréttir gærkvöldisins hafa verið mikið áfall þrátt fyrir að eldgosinu fylgi einnig léttir. Fjölskyldan hafi farið í gær með verðmæti aftur til Grindavíkur í kjölfar ummæla lögreglustjórans á Suðurnesjum um að hann teldi líklegt að Grindvíkingar gætu haldið jól heima. Þau séu nú í áfalli og ósofin. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×