Innlent

Neyðar­stigi al­manna­varna lýst yfir

Atli Ísleifsson skrifar
Eldgos hófst á ellefta tímanum í kvöld. Myndin er tekin af Faxabraut í Reykjanesbæ.
Eldgos hófst á ellefta tímanum í kvöld. Myndin er tekin af Faxabraut í Reykjanesbæ. Brynjólfur Ívarsson

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara neyðarstig almannavarna vegna eldgos á Reykjanesi sem hófst á ellefta tímanum í kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

Þar kemur fram að samhæfingastöð Almannavarna hafi verið virkjuð.

Almannavarnir beinir því til almennings að fara ekki á staðinn á meðan viðbragðsaðilar meta stöðuna.

Eldgos hófst norðan við Grindavíkur og virðist vera staðsett nærri Hagafelli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×