Erlent

Ís­lendingur lést í Noregi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögregla fékk leyfi aðstandenda til að nafngreina Rögnvald. 
Lögregla fékk leyfi aðstandenda til að nafngreina Rögnvald. 

Íslenskur karlmaður búsettur í Noregi fannst látinn í Stryneelva á í Jostadalsbreen þjóðgarði á föstudag.

Hann hét Rögnvaldur Þór Gunnarsson og var 32 ára gamall en lögregla hefur nafngreint hann í samráði við aðstandendur, að því er fram kemur í umfjöllun norska miðilsins VG.

Lögregla telur ekki að andlát Rögnvaldar hafi borið að með saknæmum hætti. Fram kemur í frétt VG að Rögnvaldur hafi fæðst á Íslandi en verið búsettur í Stryn.

Viðbragðsaðilar höfðu leitað að Rögnvaldi í tvo daga áður en hann fannst. Þakkar fjölskylda hans viðbragðsaðilum fyrir aðstoðina, að því er fram kemur í umfjöllun norska miðilsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×