Innlent

Sérsveitin að­stoðar við lögregluaðgerð í Hafnar­firði

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Vísir

Lögregluaðgerð stendur nú yfir í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri lögreglustöðvar tvö, sem sér um mál í Hafnarfirði og Garðabæ. Sérsveitin aðstoðar við aðgerðina.

Hann segir aðgerðina beinast að húsi þar sem að sé búsetuúrræði fyrir fólk sem hefur verið hafnað um dvalarleyfi.

Samkvæmt sjónarvotti á vettvangi eru nokkrir lögreglubílar á vettvangi. Af myndum sem fréttastofa hefur undir höndum að dæma eru tveir bílar fyrir utan hús, sem er merkt Útlendingastofnun, og einn bíll sem virðist vera ómerktur lögreglubíll.

Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir í samtali við fréttastofu að svo virðist ekki sem aðgerðin beinist að húsnæði Útlendingastofnunar, heldur að búsetuúrræði sem sé á vegum Ríkislögreglustjóra, en það er í húsi við hliðina á.

Rannveig Þórisdóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, staðfestir að sérsveitin sé að aðstoða lögreglu í málinu. Hún segist ekki geta veitt upplýsingar um hvað málið varði þar sem það sé á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Uppfært:  Aðgerðum í Bæjarhrauni lauk rétt fyrir klukkan 17. Skúli Jónsson segir von á tilkynningu vegna málsins síðar í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×