Erlent

Gríðar­leg flóð í Queensland

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Víða hefur flætt yfir vegi og rafmagnslaust er á stóru svæði í Queensland.
Víða hefur flætt yfir vegi og rafmagnslaust er á stóru svæði í Queensland. Joshua Prieto/SOPA Images/LightRocket via Getty Images

Miklar rigningar eru nú í Queensland í Ástralíu og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín sökum flóða sem fylgt hafa vatnsveðrinu.

Óttast er að enn eigi eftir að bæta í og að um verði að ræða mestu flóð í sögu landsins. Á sumum svæðum hefur rignt jafnmikið á nokkrum dögum eins og venjulega rignir allt árið. Ástæðan eru eftirstöðvar fellibylsins Jasper sem gekk á land í síðustu viku. Auk þeirra þúsunda sem hafa þurft að flýja eru fjölmargir innlyksa þar sem flóðin hafa sópað burt vegakerfinu og lamað samgöngur.

Enginn hefur þó látið lífið og engra er saknað svo vitað sé. Einna verst er ástandið í borginni Cairns þar sem flugvöllurinn er á floti og bæjarbúar sigla um á bátum. Þá sást til krókódíls í miðbænum þar í gær.

Búist er við að rigningin haldi áfram af sömu ákefð í sólarhring í viðbót hið minnsta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×