Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. desember 2023 19:37 Íbúar á Gasa afferma flutningabíl með neyðarbirgðum. AP/Fatima Shbair Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. Fréttaveitan Reuters greinir frá því að tilgangur opnunarinnar sé að tvöfalda matar- og sjúkrabirgðir fyrir íbúa Gasa. Kerem Shalom landamærin hafa verið lokuð frá upphafi stríðs Ísrael og Hamas þann 7. október. Hingað til hefur öll sú neyðaraðstoð sem borist hefur íbúum Gasa flust yfir Rafah landamærin, sem aðskilja Gasa og Egyptaland. Birgðirnar minni en fyrir stríð Ísraelsk yfirvöld samþykktu flutningana yfir Kerem Shalom landamærin í síðustu viku sem hluta af samkomulagi við Bandaríkin um mannúðaraðstoð á Gasa. Ísraelsk varnarmálayfirvöld staðfestu í yfirlýsingu í dag að fyrsta sending neyðarbirgða yfir landamærin myndi berast í dag. Ísraelar gáfu þó einungis leyfi fyrir að hundrað flutningabílar færu yfir landamærin á dag. Til samanburðar komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst, að sögn samskiptastjóra ActionAid. Reuters hefur eftir starfsmanni Rauða krossins í Egyptalandi að 79 flutningabílum hafi verið hleypt yfir landamærin í dag. Hentugri en við Rafah Árásum Ísraelshers á Gasa hefur fjölgað og í leið hefur mannúðarástandið þar versnað til muna. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út að sífellt harðari árásir Ísraelshers á Gasa hafi valdið versnandi ástandi og skortur á mat og öðrum nauðsynjavörum sé orðinn mikill. Í vikunni sagði yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) að stofnun hans væri að hruni komin. Hann sagði ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. Landamærin sem nú hafa verið opnuð fyrir flutning á neyðarbirgðum eru sögð hentugri en Rafah landamærin fyrir slíkan flutning, þau tryggi fljótlegri afhendingu neyðarbirgðanna. Rafah landamærin eru staðsett nokkrum kílómetrum frá Kerem Shalom, og aðskilja Gasa og Egyptaland. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Fréttaveitan Reuters greinir frá því að tilgangur opnunarinnar sé að tvöfalda matar- og sjúkrabirgðir fyrir íbúa Gasa. Kerem Shalom landamærin hafa verið lokuð frá upphafi stríðs Ísrael og Hamas þann 7. október. Hingað til hefur öll sú neyðaraðstoð sem borist hefur íbúum Gasa flust yfir Rafah landamærin, sem aðskilja Gasa og Egyptaland. Birgðirnar minni en fyrir stríð Ísraelsk yfirvöld samþykktu flutningana yfir Kerem Shalom landamærin í síðustu viku sem hluta af samkomulagi við Bandaríkin um mannúðaraðstoð á Gasa. Ísraelsk varnarmálayfirvöld staðfestu í yfirlýsingu í dag að fyrsta sending neyðarbirgða yfir landamærin myndi berast í dag. Ísraelar gáfu þó einungis leyfi fyrir að hundrað flutningabílar færu yfir landamærin á dag. Til samanburðar komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst, að sögn samskiptastjóra ActionAid. Reuters hefur eftir starfsmanni Rauða krossins í Egyptalandi að 79 flutningabílum hafi verið hleypt yfir landamærin í dag. Hentugri en við Rafah Árásum Ísraelshers á Gasa hefur fjölgað og í leið hefur mannúðarástandið þar versnað til muna. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út að sífellt harðari árásir Ísraelshers á Gasa hafi valdið versnandi ástandi og skortur á mat og öðrum nauðsynjavörum sé orðinn mikill. Í vikunni sagði yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) að stofnun hans væri að hruni komin. Hann sagði ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. Landamærin sem nú hafa verið opnuð fyrir flutning á neyðarbirgðum eru sögð hentugri en Rafah landamærin fyrir slíkan flutning, þau tryggi fljótlegri afhendingu neyðarbirgðanna. Rafah landamærin eru staðsett nokkrum kílómetrum frá Kerem Shalom, og aðskilja Gasa og Egyptaland.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira