Erlent

Kastaði hand­sprengjum inn á fjöl­mennan fund

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn er sagður hafa farið af fundi eftir rifrildi en snúið aftur með sprengjur.
Maðurinn er sagður hafa farið af fundi eftir rifrildi en snúið aftur með sprengjur.

Bæjarfulltrúi sprengdi að virðist þrjár handsprengjur á fjölmennum fundi í ráðhúsi Keretsk-bæjar í vesturhluta Úkraínu í dag. Árásarmaðurinn var sagður hafa dáið og 26 aðrir eru særðir, en lögreglan dró síðar til baka að maðurinn hefði dáið og er hann sagður í alvarlegu ástandi.

Af hinum særðu eru sex í alvarlegu ástandi en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. Einnig er óljóst hvurslags handsprengjur maðurinn var með en mögulega voru þær svokallaðar hvellsprengjur, sem dreifa ekki sprengibrotum eins og hefðbundnar handsprengjur.

Hvellsprengjur geta þó valdið miklum skaða og þá sérstaklega ef þær springa nærri fólki og í þröngu rými, eins og í þessu tilfelli.

Myndband af atvikinu hefur verið í dreifingu á internetinu en þar má sjá manninn ganga inn á fund í ráðhúsinu með hendur í vösum. Háværar umræður eiga sér stað á fundinum en maðurinn tekur fljótt hendur upp úr vösum, kallar á aðra fundargesti og kastar tveimur handsprengjum á gólfið. Hann tekur þá þriðju upp úr vasanum en sú fyrsta springur áður en hann kastar þeirri þriðju frá sér.

Kyiv Independent hefur eftir héraðsmiðlum í Úkraínu að sprengjumaðurinn heiti Serhii Batryn og hann sé bæjarfulltrúi í Keretsk. Þá segja héraðsmiðlar í Sakarpattíahéraði að Batryn hafi deilt við aðra bæjarfulltrúa um nýlega launahækkun hjá oddvita bæjarstjórnarinnar.

Hann er sagður hafa farið af fundunum eftir eitt rifrildi og snúið aftur með sprengjurnar.

Úkraínska Pravda segir atvikið rannsakað á grunni laga um hryðjuverk.

Ríkislögreglustjóri Úkraínu birti myndband af atvikinu í morgun, sem sjá má hér. Rétt er að vara við myndbandinu.


Tengdar fréttir

Dó þeg­ar af­mæl­is­gjöf­in sprakk

Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×