Kastaði handsprengjum inn á fjölmennan fund Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2023 13:39 Maðurinn er sagður hafa farið af fundi eftir rifrildi en snúið aftur með sprengjur. Bæjarfulltrúi sprengdi að virðist þrjár handsprengjur á fjölmennum fundi í ráðhúsi Keretsk-bæjar í vesturhluta Úkraínu í dag. Árásarmaðurinn var sagður hafa dáið og 26 aðrir eru særðir, en lögreglan dró síðar til baka að maðurinn hefði dáið og er hann sagður í alvarlegu ástandi. Af hinum særðu eru sex í alvarlegu ástandi en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. Einnig er óljóst hvurslags handsprengjur maðurinn var með en mögulega voru þær svokallaðar hvellsprengjur, sem dreifa ekki sprengibrotum eins og hefðbundnar handsprengjur. Hvellsprengjur geta þó valdið miklum skaða og þá sérstaklega ef þær springa nærri fólki og í þröngu rými, eins og í þessu tilfelli. Myndband af atvikinu hefur verið í dreifingu á internetinu en þar má sjá manninn ganga inn á fund í ráðhúsinu með hendur í vösum. Háværar umræður eiga sér stað á fundinum en maðurinn tekur fljótt hendur upp úr vösum, kallar á aðra fundargesti og kastar tveimur handsprengjum á gólfið. Hann tekur þá þriðju upp úr vasanum en sú fyrsta springur áður en hann kastar þeirri þriðju frá sér. Kyiv Independent hefur eftir héraðsmiðlum í Úkraínu að sprengjumaðurinn heiti Serhii Batryn og hann sé bæjarfulltrúi í Keretsk. Þá segja héraðsmiðlar í Sakarpattíahéraði að Batryn hafi deilt við aðra bæjarfulltrúa um nýlega launahækkun hjá oddvita bæjarstjórnarinnar. Hann er sagður hafa farið af fundunum eftir eitt rifrildi og snúið aftur með sprengjurnar. Úkraínska Pravda segir atvikið rannsakað á grunni laga um hryðjuverk. Ríkislögreglustjóri Úkraínu birti myndband af atvikinu í morgun, sem sjá má hér. Rétt er að vara við myndbandinu. Úkraína Tengdar fréttir Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. 7. nóvember 2023 23:41 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Af hinum særðu eru sex í alvarlegu ástandi en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. Einnig er óljóst hvurslags handsprengjur maðurinn var með en mögulega voru þær svokallaðar hvellsprengjur, sem dreifa ekki sprengibrotum eins og hefðbundnar handsprengjur. Hvellsprengjur geta þó valdið miklum skaða og þá sérstaklega ef þær springa nærri fólki og í þröngu rými, eins og í þessu tilfelli. Myndband af atvikinu hefur verið í dreifingu á internetinu en þar má sjá manninn ganga inn á fund í ráðhúsinu með hendur í vösum. Háværar umræður eiga sér stað á fundinum en maðurinn tekur fljótt hendur upp úr vösum, kallar á aðra fundargesti og kastar tveimur handsprengjum á gólfið. Hann tekur þá þriðju upp úr vasanum en sú fyrsta springur áður en hann kastar þeirri þriðju frá sér. Kyiv Independent hefur eftir héraðsmiðlum í Úkraínu að sprengjumaðurinn heiti Serhii Batryn og hann sé bæjarfulltrúi í Keretsk. Þá segja héraðsmiðlar í Sakarpattíahéraði að Batryn hafi deilt við aðra bæjarfulltrúa um nýlega launahækkun hjá oddvita bæjarstjórnarinnar. Hann er sagður hafa farið af fundunum eftir eitt rifrildi og snúið aftur með sprengjurnar. Úkraínska Pravda segir atvikið rannsakað á grunni laga um hryðjuverk. Ríkislögreglustjóri Úkraínu birti myndband af atvikinu í morgun, sem sjá má hér. Rétt er að vara við myndbandinu.
Úkraína Tengdar fréttir Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. 7. nóvember 2023 23:41 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. 7. nóvember 2023 23:41
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent