Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2023 11:00 USS Carney er eitt herskipanna sem siglt er á og við Rauðahafið þessa dagana. AP/Ryan U. Kledzik Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. Skipið heitir Al Jasrah og skráð í Líberíu. Hútar hafa ekki lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og sérfræðingum sem vakta siglingar um Rauðahafið. Leiðtogar Húta hafa lýst því yfir að skotið verði á öll skip sem siglt er um Rauðahaf til Ísraels, nema þeim verði einnig siglt til Palestínu með neyðaraðstoð handa íbúum þar. Fyrr í vikunni hæfðu Hútar norsk flutningaskip en útgerð þess segir stefnuna ekki hafa verið setta á Ísrael, heldur hafi verið að sigla því til Ítalíu. Þá lýstu Hútar því yfir í gær að sjálfsprengidróna hefði verið flogið að flutningaskipinu Maersik Gebrelater í gær og að dróninn hafi hæft skipið. Talsmaður sagði að þeim hefði tekist að stöðva þó nokkur skip sem hefði átt að sigla til Ísrael. Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Hútar hafa skotið eldflaugum að mörgum skipum og flogið sjálfsprengidrónum að þeim. Þar á meðal eru bandarísk og frönsk herskip. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Bandarískt og franskt herskip er á svæðinu og hafa áhafnir þeirra skotið niður þó nokkra dróna og eldflaugar. Áðurnefndir sérfræðingar sem vakta skipasiglingar á svæðinu segja einn gám hafa falli í sjóinn vegna árásarinnar og að eldur hafi kviknað á efsta þilfari skipsins. Engar fregnir hafa borist af mannfalli. Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Líbería Tengdar fréttir Leita aðstoðar við að stöðva árásir Húta á flutningaskip Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til ráðamanna annarra þjóða til að taka þátt í að tryggja öryggi skipa á Rauðahafi, eftir ítrekaðar árásir Húta í Jemen á flutningaskip og herskip á svæðinu. 11. desember 2023 11:01 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Skipið heitir Al Jasrah og skráð í Líberíu. Hútar hafa ekki lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og sérfræðingum sem vakta siglingar um Rauðahafið. Leiðtogar Húta hafa lýst því yfir að skotið verði á öll skip sem siglt er um Rauðahaf til Ísraels, nema þeim verði einnig siglt til Palestínu með neyðaraðstoð handa íbúum þar. Fyrr í vikunni hæfðu Hútar norsk flutningaskip en útgerð þess segir stefnuna ekki hafa verið setta á Ísrael, heldur hafi verið að sigla því til Ítalíu. Þá lýstu Hútar því yfir í gær að sjálfsprengidróna hefði verið flogið að flutningaskipinu Maersik Gebrelater í gær og að dróninn hafi hæft skipið. Talsmaður sagði að þeim hefði tekist að stöðva þó nokkur skip sem hefði átt að sigla til Ísrael. Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Hútar hafa skotið eldflaugum að mörgum skipum og flogið sjálfsprengidrónum að þeim. Þar á meðal eru bandarísk og frönsk herskip. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Bandarískt og franskt herskip er á svæðinu og hafa áhafnir þeirra skotið niður þó nokkra dróna og eldflaugar. Áðurnefndir sérfræðingar sem vakta skipasiglingar á svæðinu segja einn gám hafa falli í sjóinn vegna árásarinnar og að eldur hafi kviknað á efsta þilfari skipsins. Engar fregnir hafa borist af mannfalli.
Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Líbería Tengdar fréttir Leita aðstoðar við að stöðva árásir Húta á flutningaskip Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til ráðamanna annarra þjóða til að taka þátt í að tryggja öryggi skipa á Rauðahafi, eftir ítrekaðar árásir Húta í Jemen á flutningaskip og herskip á svæðinu. 11. desember 2023 11:01 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Leita aðstoðar við að stöðva árásir Húta á flutningaskip Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til ráðamanna annarra þjóða til að taka þátt í að tryggja öryggi skipa á Rauðahafi, eftir ítrekaðar árásir Húta í Jemen á flutningaskip og herskip á svæðinu. 11. desember 2023 11:01