Innlent

Víða krefjandi að­stæður á vegum

Atli Ísleifsson skrifar
Vegfarendum er bent á að fylgjast vel með veðurspám og færð áður en lagt er af stað.
Vegfarendum er bent á að fylgjast vel með veðurspám og færð áður en lagt er af stað. Vísir/Vilhelm

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að það verði krefjandi aðstæður á vegum austur fyrir fjall í dag og eins norður í land og vestur á firði.

Gert er ráð fyrir hríðarveðri og að blint verði frá því fyrir hádegi og fram á kvöld, meðal annars á Hellisheiði. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á vegum landsins.

„Reiknað er með hríðarveðri og stormi á fjallvegum yfir miðjan daginn, einkum verður blint og erfið skilyrði frá um 11 til 15, á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á Öxnadalsheiði síðdegis og í kvöld. Einnig dimm hríð eða bleytuhríð yfir Hellisheiði nærri hádegi,“ segir í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Gular veðurviðvaranir eru í gildi hjá Veðurstofu Íslands á suður-, vestur- og norðvesturhluta landsins.

Vegfarendum er bent á að fylgjast vel með veðurspám og færð áður en lagt er af stað.

Nánar má lesa um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar


Tengdar fréttir

Hvass­viðri víða á landinu í dag og gular við­varanir

Gera má ráð fyrir hvassviðri víða um land í dag og eru gular viðvaranir í gildi. Eftir útsynning gærdagsins þá nálgast hlýtt loft landið úr suðri og framan af degi þá verður allhvöss sunnanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu sunnantil.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×