Greindi frá árás Steinþórs á sofandi Tómas nokkrum vikum fyrr Jón Þór Stefánsson skrifar 12. desember 2023 11:26 Steinþór Einarsson, sakborningur málsins skoðar gögn áður en aðalmeðferð hófst í gærmorgun. Á móti honum situr Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari málsins. Vísir Frændi Tómasar Waagfjörð segir Steinþór Einarsson hafa ráðist á frænda sinn sofandi um tveimur mánuðum áður en Tómas lést af völdum stungusára. Steinþór sætir ákæru fyrir manndrápið en málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í vitnisburði sínum í gær hélt Steinþór því fram að umræddur frændi Tómasar hefði getað komið í veg fyrir atburði kvöldsins. „Hann hefði vel getað komið í veg fyrir þetta allt saman. Hann hefði getað látið okkur vita hvernig Tómas væri, brýnandi hnífa og eitthvað,“ sagði Steinþór. Frændinn bjó hjá Tómasi á Ólafsfirði og lýsir aðdraganda andlátsins. Tómas og eiginkona hans hefðu átt í stormasömu sambandi. Daginn fyrir andlátið hefði eiginkona Tómasar ákveðið að fá inni hjá vinkonu sinni í íbúðinni á Ólafsfirði þar sem Tómas átti eftir að láta lífið. Tómas hefði umrætt kvöld sent frændann að ná í eiginkonuna en án árangurs. „Tommi varð mjög reiður, en ég sagði honum að hætta þessu kjaftæði. Hann fór inn í herbergi og kveikti á sjónvarpinu og ég hélt að þetta væri búið.“ Síðan segist frændinn hafa farið að sofa en vaknað til að sækja sér eitthvað í ísskápinn. Hann hafi þá orðið var við sjúkrabíla í götunni. Lögregla hafi handtekið hann og greint honum frá andláti Tómasar. „Ég brotnaði niður við það.“ Aðspurður út í hnífasafn Tómasar og hvort hann hafi verið duglegur að brýna hnífana svaraði frændinn: „Hann var mikill kokkur og var með einhvern kjöthníf sem hann var búinn að brýna nokkrum dögum áður, en það var ekkert þannig,“ sagði hann og gaf til kynna að brýningarnar hafi ekki verið í annarlegum tilgangi. „Ég hefði aldrei hleypt honum af stað hefði hann verið með hnífa með sér,“ sagði frændinn. Frændinn greindi fyrir dómi frá því að Steinþór hefði ráðist á Tómas um verslunarmannahelgina, tveimur mánuðum fyrr. Tómas hefði sagt honum frá árásinni en hann ekki sjálfur orðið vitni að henni. Lýsingin var á þá leið að Steinþór hafi ráðist á Tómas á meðan hann lá uppi í rúmi. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 „Eins og að ganga inn í sláturhús“ Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. 11. desember 2023 16:18 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Í vitnisburði sínum í gær hélt Steinþór því fram að umræddur frændi Tómasar hefði getað komið í veg fyrir atburði kvöldsins. „Hann hefði vel getað komið í veg fyrir þetta allt saman. Hann hefði getað látið okkur vita hvernig Tómas væri, brýnandi hnífa og eitthvað,“ sagði Steinþór. Frændinn bjó hjá Tómasi á Ólafsfirði og lýsir aðdraganda andlátsins. Tómas og eiginkona hans hefðu átt í stormasömu sambandi. Daginn fyrir andlátið hefði eiginkona Tómasar ákveðið að fá inni hjá vinkonu sinni í íbúðinni á Ólafsfirði þar sem Tómas átti eftir að láta lífið. Tómas hefði umrætt kvöld sent frændann að ná í eiginkonuna en án árangurs. „Tommi varð mjög reiður, en ég sagði honum að hætta þessu kjaftæði. Hann fór inn í herbergi og kveikti á sjónvarpinu og ég hélt að þetta væri búið.“ Síðan segist frændinn hafa farið að sofa en vaknað til að sækja sér eitthvað í ísskápinn. Hann hafi þá orðið var við sjúkrabíla í götunni. Lögregla hafi handtekið hann og greint honum frá andláti Tómasar. „Ég brotnaði niður við það.“ Aðspurður út í hnífasafn Tómasar og hvort hann hafi verið duglegur að brýna hnífana svaraði frændinn: „Hann var mikill kokkur og var með einhvern kjöthníf sem hann var búinn að brýna nokkrum dögum áður, en það var ekkert þannig,“ sagði hann og gaf til kynna að brýningarnar hafi ekki verið í annarlegum tilgangi. „Ég hefði aldrei hleypt honum af stað hefði hann verið með hnífa með sér,“ sagði frændinn. Frændinn greindi fyrir dómi frá því að Steinþór hefði ráðist á Tómas um verslunarmannahelgina, tveimur mánuðum fyrr. Tómas hefði sagt honum frá árásinni en hann ekki sjálfur orðið vitni að henni. Lýsingin var á þá leið að Steinþór hafi ráðist á Tómas á meðan hann lá uppi í rúmi.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 „Eins og að ganga inn í sláturhús“ Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. 11. desember 2023 16:18 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12
Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01
„Eins og að ganga inn í sláturhús“ Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. 11. desember 2023 16:18