Fótbolti

Ís­lands­vinirnir í Puma slíta sam­starfi sínu við mót­herja Ís­lands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu spila í Puma búningum næstu árin en samningur Puma og KSÍ er til 2026.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu spila í Puma búningum næstu árin en samningur Puma og KSÍ er til 2026. Vísir/Hulda Margrét

Þýski íþróttavöruframleiðandinn Puma hefur ákveðið að hætta samstarfi sínu við ísraelska knattspyrnusambandið. Núgildandi samningur er fram á næsta ár.

Forráðamenn Puma segja að það hafi verið ákveðið árið 2022 að hætta samstarfinu og samningurinn við Serbíu verði heldur ekki endurnýjaður.

Puma segir við Reuters að þetta hafi ekkert með átök Ísraels og Palestínu að gera.

Ákvörðunin tengist því að Puma ætli að fækka landsliðunum sem þau eru með á sínum snærum en einbeita sér frekar að því að gera meira fyrir þau stærri.

Samningur Puma og Ísrael hefur verið í gildi frá árinu 2018 en ísraelsku landsliðin hafa spilað í Puma búningum síðan.

Ísraelska landsliðið á möguleika á að komast á sitt fyrsta stórmót í 54 ár. Liðið mætir Íslandi í undanúrslitum Þjóðadeildarumspilsins en það landslið sem vinnur bæði undanúrslitin og úrslitaleikinn kemst inn á EM í Þýskalandi 2024.

Íslenska landsliðið spilar í Puma og hefur gert það frá árinu 2020. Samingur KSÍ og Puma var til sex ára og rennur því ekki út fyrr en árið 2026.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×