Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 21:46 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, segir Rúv ekki ætla að draga Ísland úr keppni í Eurovision í mótmælaskyni við þátttöku Ísraels í keppninni. Rúv Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. Í kvöldfréttum Rúv sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, að tugir erinda hefðu borist inn á borð Rúv þar sem stofnunin væri hvött til að draga Ísland úr keppninni en gagnrýni hvað varðaði þátttöku Ísraels væri ekki ný af nálinni. Málið hefði verið rætt en engin skilyrði hafi verið sett fyrir þátttöku Íslands af hálfu stjórnvalda eða Ríkisútvarpsins. Rúv hefði tekið þátt í keppninni síðan 1986 og stefnt væri á að gera því áfram. „Við höfum auðvitað bara farið vel yfir stöðuna og komið áhyggjum okkar á framfæri við EBU og í samtölum okkar við aðra aðila, að þá öryggismálum í keppninni þegar hún verður haldin í maí,“ sagði Stefán í frétt Rúv. Þá taldi Stefán að ekki væri verið að taka pólitíska afstöðu með þátttöku í keppninni og þátttaka Rúv hefði ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Jafnframt væri það ekki hlutverk Rúv að taka pólitíska afstöðu. Rússum vísað úr keppni en ekki Ísraelum Rússlandi var vísað úr Eurovision í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu í febrúar 2022. Upphaflega stóð til að leyfa Rússum að taka þátt að óbreyttu árið 2022 en þeim var hent úr keppninni eftir að Finnar hótuðu að draga þátttöku sína til baka vegna ákvörðunarinnar. Í kjölfarið tilkynntu fleiri forsvarsmenn norrænna sjónvarpsstöðva, þar á meðal Stefán, að þau hygðust einnig draga þátttöku sína til baka fengi Rússland að taka þátt. „Við teljum það óásættanlegt að Rússar taki þátt í Eurovision,“ sagði Stefán þá um málið. Eurovision Ríkisútvarpið Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8. desember 2023 18:48 Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. 25. febrúar 2022 16:55 Norrænu sjónvarpsstöðvarnar vilja Rússland úr Eurovision Forsvarsmenn norrænu sjónvarpsstöðvanna sem taka þátt í Eurovision keppninni vilja að Rússlandi verði vísað úr keppninni í ár vegna innrásarinnar í Úkraínu. 25. febrúar 2022 15:25 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Rúv sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, að tugir erinda hefðu borist inn á borð Rúv þar sem stofnunin væri hvött til að draga Ísland úr keppninni en gagnrýni hvað varðaði þátttöku Ísraels væri ekki ný af nálinni. Málið hefði verið rætt en engin skilyrði hafi verið sett fyrir þátttöku Íslands af hálfu stjórnvalda eða Ríkisútvarpsins. Rúv hefði tekið þátt í keppninni síðan 1986 og stefnt væri á að gera því áfram. „Við höfum auðvitað bara farið vel yfir stöðuna og komið áhyggjum okkar á framfæri við EBU og í samtölum okkar við aðra aðila, að þá öryggismálum í keppninni þegar hún verður haldin í maí,“ sagði Stefán í frétt Rúv. Þá taldi Stefán að ekki væri verið að taka pólitíska afstöðu með þátttöku í keppninni og þátttaka Rúv hefði ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Jafnframt væri það ekki hlutverk Rúv að taka pólitíska afstöðu. Rússum vísað úr keppni en ekki Ísraelum Rússlandi var vísað úr Eurovision í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu í febrúar 2022. Upphaflega stóð til að leyfa Rússum að taka þátt að óbreyttu árið 2022 en þeim var hent úr keppninni eftir að Finnar hótuðu að draga þátttöku sína til baka vegna ákvörðunarinnar. Í kjölfarið tilkynntu fleiri forsvarsmenn norrænna sjónvarpsstöðva, þar á meðal Stefán, að þau hygðust einnig draga þátttöku sína til baka fengi Rússland að taka þátt. „Við teljum það óásættanlegt að Rússar taki þátt í Eurovision,“ sagði Stefán þá um málið.
Eurovision Ríkisútvarpið Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8. desember 2023 18:48 Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. 25. febrúar 2022 16:55 Norrænu sjónvarpsstöðvarnar vilja Rússland úr Eurovision Forsvarsmenn norrænu sjónvarpsstöðvanna sem taka þátt í Eurovision keppninni vilja að Rússlandi verði vísað úr keppninni í ár vegna innrásarinnar í Úkraínu. 25. febrúar 2022 15:25 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8. desember 2023 18:48
Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. 25. febrúar 2022 16:55
Norrænu sjónvarpsstöðvarnar vilja Rússland úr Eurovision Forsvarsmenn norrænu sjónvarpsstöðvanna sem taka þátt í Eurovision keppninni vilja að Rússlandi verði vísað úr keppninni í ár vegna innrásarinnar í Úkraínu. 25. febrúar 2022 15:25