Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 21:46 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, segir Rúv ekki ætla að draga Ísland úr keppni í Eurovision í mótmælaskyni við þátttöku Ísraels í keppninni. Rúv Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. Í kvöldfréttum Rúv sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, að tugir erinda hefðu borist inn á borð Rúv þar sem stofnunin væri hvött til að draga Ísland úr keppninni en gagnrýni hvað varðaði þátttöku Ísraels væri ekki ný af nálinni. Málið hefði verið rætt en engin skilyrði hafi verið sett fyrir þátttöku Íslands af hálfu stjórnvalda eða Ríkisútvarpsins. Rúv hefði tekið þátt í keppninni síðan 1986 og stefnt væri á að gera því áfram. „Við höfum auðvitað bara farið vel yfir stöðuna og komið áhyggjum okkar á framfæri við EBU og í samtölum okkar við aðra aðila, að þá öryggismálum í keppninni þegar hún verður haldin í maí,“ sagði Stefán í frétt Rúv. Þá taldi Stefán að ekki væri verið að taka pólitíska afstöðu með þátttöku í keppninni og þátttaka Rúv hefði ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Jafnframt væri það ekki hlutverk Rúv að taka pólitíska afstöðu. Rússum vísað úr keppni en ekki Ísraelum Rússlandi var vísað úr Eurovision í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu í febrúar 2022. Upphaflega stóð til að leyfa Rússum að taka þátt að óbreyttu árið 2022 en þeim var hent úr keppninni eftir að Finnar hótuðu að draga þátttöku sína til baka vegna ákvörðunarinnar. Í kjölfarið tilkynntu fleiri forsvarsmenn norrænna sjónvarpsstöðva, þar á meðal Stefán, að þau hygðust einnig draga þátttöku sína til baka fengi Rússland að taka þátt. „Við teljum það óásættanlegt að Rússar taki þátt í Eurovision,“ sagði Stefán þá um málið. Eurovision Ríkisútvarpið Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8. desember 2023 18:48 Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. 25. febrúar 2022 16:55 Norrænu sjónvarpsstöðvarnar vilja Rússland úr Eurovision Forsvarsmenn norrænu sjónvarpsstöðvanna sem taka þátt í Eurovision keppninni vilja að Rússlandi verði vísað úr keppninni í ár vegna innrásarinnar í Úkraínu. 25. febrúar 2022 15:25 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Í kvöldfréttum Rúv sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, að tugir erinda hefðu borist inn á borð Rúv þar sem stofnunin væri hvött til að draga Ísland úr keppninni en gagnrýni hvað varðaði þátttöku Ísraels væri ekki ný af nálinni. Málið hefði verið rætt en engin skilyrði hafi verið sett fyrir þátttöku Íslands af hálfu stjórnvalda eða Ríkisútvarpsins. Rúv hefði tekið þátt í keppninni síðan 1986 og stefnt væri á að gera því áfram. „Við höfum auðvitað bara farið vel yfir stöðuna og komið áhyggjum okkar á framfæri við EBU og í samtölum okkar við aðra aðila, að þá öryggismálum í keppninni þegar hún verður haldin í maí,“ sagði Stefán í frétt Rúv. Þá taldi Stefán að ekki væri verið að taka pólitíska afstöðu með þátttöku í keppninni og þátttaka Rúv hefði ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Jafnframt væri það ekki hlutverk Rúv að taka pólitíska afstöðu. Rússum vísað úr keppni en ekki Ísraelum Rússlandi var vísað úr Eurovision í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu í febrúar 2022. Upphaflega stóð til að leyfa Rússum að taka þátt að óbreyttu árið 2022 en þeim var hent úr keppninni eftir að Finnar hótuðu að draga þátttöku sína til baka vegna ákvörðunarinnar. Í kjölfarið tilkynntu fleiri forsvarsmenn norrænna sjónvarpsstöðva, þar á meðal Stefán, að þau hygðust einnig draga þátttöku sína til baka fengi Rússland að taka þátt. „Við teljum það óásættanlegt að Rússar taki þátt í Eurovision,“ sagði Stefán þá um málið.
Eurovision Ríkisútvarpið Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8. desember 2023 18:48 Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. 25. febrúar 2022 16:55 Norrænu sjónvarpsstöðvarnar vilja Rússland úr Eurovision Forsvarsmenn norrænu sjónvarpsstöðvanna sem taka þátt í Eurovision keppninni vilja að Rússlandi verði vísað úr keppninni í ár vegna innrásarinnar í Úkraínu. 25. febrúar 2022 15:25 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8. desember 2023 18:48
Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. 25. febrúar 2022 16:55
Norrænu sjónvarpsstöðvarnar vilja Rússland úr Eurovision Forsvarsmenn norrænu sjónvarpsstöðvanna sem taka þátt í Eurovision keppninni vilja að Rússlandi verði vísað úr keppninni í ár vegna innrásarinnar í Úkraínu. 25. febrúar 2022 15:25