Fótbolti

For­setinn setur mark frá Højlund á óska­listann í við­tali á Old Trafford

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er staddur á Old Trafford til að fylgjast með viðureign Manchester United og Bournemouth.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er staddur á Old Trafford til að fylgjast með viðureign Manchester United og Bournemouth. Skjáskot/MUTV

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var tekinn á tal á varamannabekk Manchester United fyrir leik liðsins gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þegar þetta er ritað er leikur United og Bournemouth nýhafinn og er staðan 0-1, Bournemouth í vil. Forseti Íslands er meðal áhorfenda.

Áður en leikurinn hófst var Guðni tekinn í stutt viðtal hjá sjónvarpsstöð heimamanna, MUTV. Þar sagði hann meðal annars að á jólagjafaóskalista hans væri mark frá danska framherjanum Rasmus Højlund.

„Bournemouth er sterkt lið sem er búið að tengja saman nokkra sigra í röð núna, en við spiluðum vel á móti Chelsea,“ sagði Guðni í viðtalinu.

„Ef ég ætti eina ósk um jólagjöf þá væri það að fá deildarmark frá Højlund. Það mun gerast á endanum og hver veit, kannski gerist það í dag.“

Eins og áður segir er Bournemouth með 0-1 forystu þegar þetta er ritað og Rasmus Højlundsitur á varamannabekk Manchester United. Eins og staðan er akkúrat núna þarf því  ýmislegt að breytast til að Guðni fái ósk sína uppfyllta.

Viðtalið við Guðna í heild sinni má sjá á heimasíðu Manchester United með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×