Erlent

Svíar banna síma í grunn­skólum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra, segir ríkisstjórnarflokkana þrjá í Svíþjóð styðja símabannið.
Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra, segir ríkisstjórnarflokkana þrjá í Svíþjóð styðja símabannið. EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er.

Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Johan Pehrson, formanni Frjálslynda flokksins og vinnumarkaðsráðherra, að breytingin muni skipta sköpum fyrir nemendur landsins.

Hann segir að með breytingunum verði nemendum gert að afhenda símana sína í upphafi dags. Símarnir verði geymdi á meðan nemendur eru í skólanum. Þeir muni ekki fá aðgang að þeim fyrr en í lok dagsins, ekki einu sinni í frímínútum.

„Nemendur eiga að geta einbeitt sér að náminu í kennslustofunum. Við þurfum að geta einbeitt okkur að því sem er að gerast og það er það sem skólinn snýst um,“ segir Pehrson.

Hann segir að tilraunir hafi verið gerðar með símalausa skóla í Svíþjóð. Hann fullyrðir að þær tilraunir hafi borið afar góðan árangur. Sænska ríkisútvarpið segir þó að rannsóknir þar í landi bendi til þess að nemendur finni leiðir til þess að komast í síma sína óháð slíku banni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×