Enski boltinn

Maguire valinn leik­maður mánaðarins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Maguire hefur leikið sérlega vel fyrir Manchester United upp á síðkastið.
Harry Maguire hefur leikið sérlega vel fyrir Manchester United upp á síðkastið. getty/Robbie Jay Barratt

Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, hefur verið valinn besti leikmaður nóvember-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

United vann alla þrjá leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í nóvember og hélt hreinu í þeim öllum. Maguire átti stóran þátt í því en hann lék afar vel í vörn United í síðasta mánuði.

Staða Maguires hefur breyst mikið frá því í byrjun tímabilsins. Þá sat hann fastur á varamannabekk United og búinn að missa fyrirliðabandið hjá liðinu.

Hann hefur hins vegar unnið sér sæti í liði United á ný og verið einn besti leikmaður liðsins undanfarnar vikur.

Maguire er fyrsti varnarmaðurinn sem er valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni síðan Liverpool-maðurinn Joël Matip fékk þessi verðlaun í febrúar í fyrra.

Maguire og félagar í United taka á móti Bournemouth á morgun. United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 27 stig eftir fimmtán umferðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×