Innlent

PISA könnun og mennta­málin í Pallborðinu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Gestir seinna hluta þáttarins, þrír fyrrverandi menntamálaráðherrar, eru mættir í sett.
Gestir seinna hluta þáttarins, þrír fyrrverandi menntamálaráðherrar, eru mættir í sett. Vísir/Vilhelm

Í Pallborðinu á Vísi í dag verður PISA könnunin og menntamálin í forgrunni. Þátturinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi.

Niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni, sem er á vegum OECD, var birt síðastliðinn þriðjudag. Könnunin sýnir að íslenskir fimmtán ára nemendur hafa dregist aftur úr. Fjörutíu prósent nemendanna búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er talsvert lakari árangur en meðaltal OECD. 

Könnunin sýnir þá aukin áhrif stéttaskiptingar í samfélaginu. Börnum sem búa við erfið félags- og efnahagsleg skilyrði gengur verr á PISA prófinu en öðrum. Þá hefur íslensku samfélagi ekki tekist að halda nægilega vel utan um bráðger börn. Góðu fréttirnar eru þó þær að íslenskum börnum virðist líða betur í skólanum en börnunum í hinum OECD ríkjunum.

Í fyrri hluta þáttarins verða þau Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, Sigríður Ólafsdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti við Háskólann á Bifröst.

Í seinni hluta þáttar verður rætt við þrjá fyrrverandi menntamálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, núverandi menningar-og viðskiptaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Illugi Gunnarsson ræða um þróunina, rýna í vandann og um leiðir til að snúa þróuninni við.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×