Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2023 21:10 Leikmenn Íslands fagna með markverðinum unga, Fanneyju Ingu Birkisdóttur. EPA-EFE/Johnny Pedersen „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. Ísland vann öflugan sigur í Viborg sem gerði það að verkum að Danmörk tókst ekki að vinna riðilinn en fyrir var ljóst að Ísland myndi enda í 3. sæti og væri á leið í umspil um að halda sæti sínu í A-deild. Það er mikilvægt fyrir undankeppni næsta Evrópumóts. Dregið verður á mánudag en Ísland getur mætt Ungverjalandi, Króatíu, Serbíu eða Bosníu. Fanney Inga var hreint út sagt frábær í kvöld og sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að þrátt fyrir að það stæði 18 ára í vegabréfinu þá væri hún um það bil þrítug í anda. „Ég hef heyrt það nokkuð oft sem er smá fyndið því foreldrar mínir eru nýorðin þrítug, eða svona, þau eru 37 ára,“ sagði Fanney Inga og hló. Fanney Inga lét alkulið í Viborg ekki fá á sig og var mjög yfirveguð í öllum sínum aðgerðum. Að öðrum ólöstuðum var hún besti leikmaður Íslands og vallarins í kvöld. „Mér leið mjög vel. Er með frábæra leikmenn fyrir framan mig, þegar maður er með svona góða leikmenn með sér í liði þarf maður ekkert að vera stressaður.“ „Ég held þetta setjist ekkert inn fyrr en ég kem heim til Íslands. Ég er enn að jafna mig eftir þjóðsönginn, það var geggjuð stund og frábært að spila þennan leik,“ sagði Fanney Inga að endingu. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Ísland vann öflugan sigur í Viborg sem gerði það að verkum að Danmörk tókst ekki að vinna riðilinn en fyrir var ljóst að Ísland myndi enda í 3. sæti og væri á leið í umspil um að halda sæti sínu í A-deild. Það er mikilvægt fyrir undankeppni næsta Evrópumóts. Dregið verður á mánudag en Ísland getur mætt Ungverjalandi, Króatíu, Serbíu eða Bosníu. Fanney Inga var hreint út sagt frábær í kvöld og sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að þrátt fyrir að það stæði 18 ára í vegabréfinu þá væri hún um það bil þrítug í anda. „Ég hef heyrt það nokkuð oft sem er smá fyndið því foreldrar mínir eru nýorðin þrítug, eða svona, þau eru 37 ára,“ sagði Fanney Inga og hló. Fanney Inga lét alkulið í Viborg ekki fá á sig og var mjög yfirveguð í öllum sínum aðgerðum. Að öðrum ólöstuðum var hún besti leikmaður Íslands og vallarins í kvöld. „Mér leið mjög vel. Er með frábæra leikmenn fyrir framan mig, þegar maður er með svona góða leikmenn með sér í liði þarf maður ekkert að vera stressaður.“ „Ég held þetta setjist ekkert inn fyrr en ég kem heim til Íslands. Ég er enn að jafna mig eftir þjóðsönginn, það var geggjuð stund og frábært að spila þennan leik,“ sagði Fanney Inga að endingu.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira