Innlent

Hvessir og þykknar upp syðst í kvöld

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Í dag er spáð blástri.
Í dag er spáð blástri. Vísir/Vilhelm

Spáð er austangolu eða blástri í dag og víða léttskýjað, en skýjað með dálitlum éljum norðvestantil fram til hádegis, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar kemur fram að í kvöld muni þykkna upp syðst með stöku éljum og hvessa. Svipað veður verði á morgun en bætir aðeins í vind, austankaldi en strekkingur eða allhvasst syðst.

Skýjað verður austantil og lítilsháttar él en bjartviðri fyrir vestan. Víða verður frost 2 til 13 stig, kaldast fyrir norðan, en hiti um og yfir forstmarki við suður- og vesturströndina.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag og fimmtudag:

Austan og norðaustan 5-13 m/s, en 13-18 syðst. Dálítil él fyrir austan, en annars bjartviðri. Frost 0 til 10 stig, kaldast norðaustantil, en hiti um eða yfir frostmarki við suðurströndina.

Á föstudag og laugardag:

Austan 3-10 m/s, skýjað og stöku él austantil, en yfirleitt bjart um landið vestanvert. Víða frost 0 til 10 stig.

Á sunnudag:

Austlæg átt og skýjað. Lítilsháttar él við austurströndina og dálítil rigning af og til syðst. Hiti um eða yfir frostmarki sunnantil, en annars frost 0 til 8 stig.

Á mánudag:

Útlit fyrir austlæga átt og víða dálitlar skúrir eða él og hlýnandi veður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×