Fótbolti

Sverrir Ingi á toppinn í Dan­mörku eftir stór­sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sverrir Ingi er að gera gott mót í Danmörku.
Sverrir Ingi er að gera gott mót í Danmörku. Vísir/Getty Images

Midtjylland sigraði Viborg 5-1 í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni. Með sigrinum eru Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland komnir á topp deildarinnar.

Sverrir Ingi var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá heimamönnum en honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir að Jacob Bonde kæmi gestunum yfir þegar hálftími var liðinn. Einhverjar tafir voru á fyrri hálfleik og alls var því níu mínútum bætt við, það nýtti Midtjylland sér.

Che-sung Cho jafnaði metin úr vítaspyrnu og Dario Osorio kom heimaliðinu yfir. Í upphafi síðari hálfleiks gekk Henrik Dalsgaard endanlega frá leiknum með þriðja marki Midtjylland. Cho skoraði það fjórða á 66. mínútu og Ola Brynhildsen það fimmta áður en leik lauk, lokatölur 5-1.

Sigurinn lyftir Midtjylland upp á topp deildarinnar með 36 stig að loknum 17 leikjum, tveimur meira en Bröndby sem er í 2. sæti. Meistarar FC Kaupmannahafnar eru svo í 3. sæti með 33 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×