Erlent

Ellefu fjall­göngu­menn fórust þegar eld­fjall á Súmötru fór að gjósa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tólf er enn saknað í hlíðum fjallsins. 
Tólf er enn saknað í hlíðum fjallsins.  AP Photo/Ardhy Fernando

Ellefu hafa fundist látnir í hlíðum eldfjallsins Marapi á Indónesíu eftir að það fór að gjósa um helgina.

Fjallið er vinsælt til fjallgöngu og um 75 fjallagarpar voru á svæðinu þegar gosið hófst. Flestum tókst að komast niður af fjallinu en tólf er þó enn saknað til viðbótar við þá ellefu sem þegar hafa fundist látnir.

Leit hefur verið frestað um tíma vegna aðstæðna.

Marapi, sem er eitt af 127 virkum eldfjöllum í Indónesíu fór að gjósa í gær og mældist strókurinn frá gosinu um þrír kílómetrar á hæð. Þremur var bjargað í grennd við gíginn og voru þau mjög máttfarin og með brunasár víða að sögn björgunarsveita.

Fólki hefur nú verið bannað að koma að gígnum í þriggja kílómetra radíus. Marapi fjall er 2891 meter á hæð og er á eyjunni Súmötru.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×