Erlent

Kennir er­lendum hryðju­verka­mönnum um

Jón Þór Stefánsson skrifar
Árásin átti sér stað í íþróttahúsi háskóla í borginni Marawi.
Árásin átti sér stað í íþróttahúsi háskóla í borginni Marawi. EPA

Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja vill meina að erlendir hryðjuverkamenn beri ábyrgð á sprengingu sem varð í borginni Marawi.

Fjórir, hið minnsta, eru látnir og fimmtíu særðir eftir sprenginguna sem átti sér stað við kaþólska messu í íþróttahúsi háskóla í borginni.

„Ég fordæmi af fullum þunga þessi tilgangslausu og svívirðilegu verk sem erlendir hryðjuverkamenn hafa framið,“ sagði Marcos í yfirlýsingu.

„Öfgamenn sem beita saklausa borgara ofbeldi verða álitnir andstæðingar ríkisins.“

Herinn og lögregla hafa aukið viðbúnað sinn í höfuðborginni Manilla. Haft er eftir varnarmálaráðherra Filippseyja að sprengingunni verði fylgt eftir af miklum þunga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×