Vissi síðast af Eddu Björk á flugvellinum í Kaupmannahöfn Vésteinn Örn Pétursson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. desember 2023 15:50 Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar. Vísir/Ívar Fannar Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var framseld til Noregs í gær, hefur ekkert heyrt frá henni frá framsalinu. Hún segir mikilvægt að hlustað verði á syni Eddu í forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. „Ég hef ekkert heyrt í henni. Ég hef heyrt af henni. Hún sást á flugvellinum í Kaupmannahöfn á leiðinni í tengiflug. Ég veit að hún ber sig vel og það hjálpar okkur að halda áfram í þessari baráttu,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar. Þið vitið ekkert hvar hún er stödd akkúrat núna? „Við gerum ráð fyrir því að hún sé mætt til Noregs. Auðvitað vissum við að þetta myndi gerast og þetta gerðist dálítið hratt. Það sem við vildum var að þessi úrskurður Landsréttar kæmi, hann kemur auðvitað á sama tíma eða rétt eftir að þeir sækja hana. Alla vega fékk málið að klára sinn gang hérna heima,“ segir Ragnheiður og vísar til þess að Landsréttur var ekki búinn að taka afstöðu til úrskurðar héraðsdóms um að verða við framsalsbeiðni norskra stjórnvalda þegar Edda var sótt í fangelsið á Hólmsheiði. Rétturinn staðfesti þó úrskurðinn áður en Edda var færð úr landi. Edda er komin með lögmann úti í Noregi, sem fjölskyldan hefur verið í sambandi við. „Við heyrðum frá honum í morgun og vissum þa að hann var ekki búinn að heyra frá henni. Hann er tilbúinn um leið og hann fær að vita af henni og hann er byrjaður að vinna í málinu.“ Veit úr hverju systir sín er gerð Ragnheiður segir óvissu um hvar Edda er stödd, og um framhaldið, vera erfiða. „En ég þekki systur mína og veit úr hverju hún er gerð. Ef einhver getur þolað þetta þá er það hún. Hún mun gera sitt besta til þess að halda áfram. Hún treystir á okkur, fólkið hennar, til að halda hennar slag áfram. Það gerum við, það kemur maður í manns stað.“ Norsk yfirvöld hafi brugðist í málinu. „Þannig okkar slagur veðrur líka sá að norsk yfirvöld fái að finna fyrir því að maður getur ekki gert svona við móður sem hefur aldrei gert neitt af sér og börn sem hafa aldrei gert neitt til að eiga þessa meðferð skilið.“ Ekki hafi verið hlustað á ákall drengjanna þriggja sem forræðisdeilan hverfist um, sem vilji búa á Íslandi með móður sinni. „Á það var ekki hlustað. Það var reynt að þvinga [þá] til að gera eitthvað sem [þeir] vildu ekki gera og við getum ekki sætt okkur við það.“ Drengirnir eru enn hér á Íslandi, en það er faðir þeirra einnig. Lögmaður hans hefur sagt mikilvægt að drengirnir finnist sem fyrst, og að fólk sem er með þá í sinni umsjón gerist brotlegt við hegningarlög og geti því átt von á kæru. Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Danmörk Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00 Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 1. desember 2023 15:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
„Ég hef ekkert heyrt í henni. Ég hef heyrt af henni. Hún sást á flugvellinum í Kaupmannahöfn á leiðinni í tengiflug. Ég veit að hún ber sig vel og það hjálpar okkur að halda áfram í þessari baráttu,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar. Þið vitið ekkert hvar hún er stödd akkúrat núna? „Við gerum ráð fyrir því að hún sé mætt til Noregs. Auðvitað vissum við að þetta myndi gerast og þetta gerðist dálítið hratt. Það sem við vildum var að þessi úrskurður Landsréttar kæmi, hann kemur auðvitað á sama tíma eða rétt eftir að þeir sækja hana. Alla vega fékk málið að klára sinn gang hérna heima,“ segir Ragnheiður og vísar til þess að Landsréttur var ekki búinn að taka afstöðu til úrskurðar héraðsdóms um að verða við framsalsbeiðni norskra stjórnvalda þegar Edda var sótt í fangelsið á Hólmsheiði. Rétturinn staðfesti þó úrskurðinn áður en Edda var færð úr landi. Edda er komin með lögmann úti í Noregi, sem fjölskyldan hefur verið í sambandi við. „Við heyrðum frá honum í morgun og vissum þa að hann var ekki búinn að heyra frá henni. Hann er tilbúinn um leið og hann fær að vita af henni og hann er byrjaður að vinna í málinu.“ Veit úr hverju systir sín er gerð Ragnheiður segir óvissu um hvar Edda er stödd, og um framhaldið, vera erfiða. „En ég þekki systur mína og veit úr hverju hún er gerð. Ef einhver getur þolað þetta þá er það hún. Hún mun gera sitt besta til þess að halda áfram. Hún treystir á okkur, fólkið hennar, til að halda hennar slag áfram. Það gerum við, það kemur maður í manns stað.“ Norsk yfirvöld hafi brugðist í málinu. „Þannig okkar slagur veðrur líka sá að norsk yfirvöld fái að finna fyrir því að maður getur ekki gert svona við móður sem hefur aldrei gert neitt af sér og börn sem hafa aldrei gert neitt til að eiga þessa meðferð skilið.“ Ekki hafi verið hlustað á ákall drengjanna þriggja sem forræðisdeilan hverfist um, sem vilji búa á Íslandi með móður sinni. „Á það var ekki hlustað. Það var reynt að þvinga [þá] til að gera eitthvað sem [þeir] vildu ekki gera og við getum ekki sætt okkur við það.“ Drengirnir eru enn hér á Íslandi, en það er faðir þeirra einnig. Lögmaður hans hefur sagt mikilvægt að drengirnir finnist sem fyrst, og að fólk sem er með þá í sinni umsjón gerist brotlegt við hegningarlög og geti því átt von á kæru.
Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Danmörk Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00 Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 1. desember 2023 15:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28
Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00
Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 1. desember 2023 15:10