Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. desember 2023 21:28 Helga Vala Helgadóttir segir ekki hlustað nóg á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag „Mér finnst í fyrsta lagi eins og það sé ekki hlustað nógu mikið á vilja barnanna þarna. Í þessu tilviki erum við að tala um þrjá drengi sem eiga að fara til Noregs, samkvæmt ákvörðun íslenskra dómstóla í október í fyrra. Ég set spurningarmerki við það að það var ekki farið eftir því sem sérfróður matsmaður sagði í því máli. Þar sem þeir lýstu eindregnum vilja sínum að vera á Íslandi,“ segir Helga Vala. Vilja búa á Íslandi Helga Vala segir að drengirnir sakni pabba síns en að þeir vilji ekki búa í Noregi. Fjölskylda barnanna er hér á landi og hér eru þau í skóla. Hún undrar sig jafnframt á því að krafist hafi verið bráðabirgðaúrskurðar án þess að gera Eddu það nægilega skýrt. „Það er annað atriði sem ég set spurningarmerki við. Eitthvað sem myndi aldrei gerast á Íslandi. Að frumúrskurður í málinu kemur út af því að börnin eru í umgengni hjá móður á Íslandi 2019 og koma ekki úr þeirri umgengni og það átti að hefjast forsjármál upp úr því,“ segir Helga. Þurfi að tala norsku við börnin sín „Í staðinn fyrir að það gerist er krafist bráðabirgðaúrskurðar fyrir norskum dómi þar sem hún fær ekki fullnægjandi boðun, hún veit ekki af þeirri fyrirtöku sem á sér stað þar. Þannig það er úrskurðað til bráðabirgða að faðir fari einn með forsjá, að hún fái mjög takmarkaða umgengni og að hún skuli tala norsku við börnin sín,“ hélt hún áfram. Það vakti mikla undrun að Edda skuli eiga að tala norsku við börnin sín, sem eru jú alíslensk. Eftirlitsaðili á vegum norska ríkisins skuli hafa átt að tryggja það. „Börnin eiga tvo íslenska foreldra og eru íslensk, vissulega hafa verið búsett í Noregi. Það má alveg velta fyrir sér í hvers þágu þetta er. Það er eftirlitsaðili sem á að fylgjast með umgengninni þegar börnin fá að hitta móður sína,“ segir Helga. Neituðu Noregi að taka á móti munaðarleysingjum Hún furðar sig einnig á því að Eddu Björk hafi ekki verið skipaður málsvari í réttarhöldunum þar utan. Hún gagnrýndi norsk dómsvöld fyrir mikla hörku í málum sem varða börn og segir ákvarðanir þeirra oft á tíðum svolítið harkalegar. „Það vekur athygli varðandi Noreg að þeir virðast beita mjög mikilli hörku í þessum málum sem varða börn og taka svolítið harkalegar ákvarðanir fyrir dómi í barnaverndarmálum. Þar sem verið er að svipta foreldra forsjá yfir börnum sínum,“ segir Helga. Helga Vala segir frá því að Úkraína hafi til dæmis ekki viljað leyfa Noregi að taka á móti börnum sem hafa orðið munaðarleysingjar vegna stríðsins þar í landi. „Annað dæmi sem ég benti á var að í kjölfar þess að stríð braust út í Úkraínu þurfti að gera ráðstafanir varðandi börn sem höfðu misst foreldra sína. Mörg Evrópuríki buðust til að taka á móti börnum til þess að passa upp á þau, sem voru fylgdarlaus flóttabörn sem áttu enga foreldra. En úkraínsk stjórnvöld neituðu að láta börn fara til Noregs. Hvers vegna? Vegna þess að noregur væri ekki tilbúinn til þess að segja að þeir muni skila börnunum aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur.“ Stríðir gegn barnasáttmálanum Helga Vala segir það harkalegt og óþarfa úrræði að Edda Björk sæti gæsluvarðhaldi úti í Noregi. Hún segir það stríða gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að hlusta ekki á skýra afstöðu barnanna sem málið varðar. „Það á að hlusta á þá. Þetta eru svo stórir strákar, það á samkvæmt lögum að hlusta á þá.“ Reykjavík síðdegis Fjölskyldumál Dómsmál Lögreglumál Fangelsismál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Mér finnst í fyrsta lagi eins og það sé ekki hlustað nógu mikið á vilja barnanna þarna. Í þessu tilviki erum við að tala um þrjá drengi sem eiga að fara til Noregs, samkvæmt ákvörðun íslenskra dómstóla í október í fyrra. Ég set spurningarmerki við það að það var ekki farið eftir því sem sérfróður matsmaður sagði í því máli. Þar sem þeir lýstu eindregnum vilja sínum að vera á Íslandi,“ segir Helga Vala. Vilja búa á Íslandi Helga Vala segir að drengirnir sakni pabba síns en að þeir vilji ekki búa í Noregi. Fjölskylda barnanna er hér á landi og hér eru þau í skóla. Hún undrar sig jafnframt á því að krafist hafi verið bráðabirgðaúrskurðar án þess að gera Eddu það nægilega skýrt. „Það er annað atriði sem ég set spurningarmerki við. Eitthvað sem myndi aldrei gerast á Íslandi. Að frumúrskurður í málinu kemur út af því að börnin eru í umgengni hjá móður á Íslandi 2019 og koma ekki úr þeirri umgengni og það átti að hefjast forsjármál upp úr því,“ segir Helga. Þurfi að tala norsku við börnin sín „Í staðinn fyrir að það gerist er krafist bráðabirgðaúrskurðar fyrir norskum dómi þar sem hún fær ekki fullnægjandi boðun, hún veit ekki af þeirri fyrirtöku sem á sér stað þar. Þannig það er úrskurðað til bráðabirgða að faðir fari einn með forsjá, að hún fái mjög takmarkaða umgengni og að hún skuli tala norsku við börnin sín,“ hélt hún áfram. Það vakti mikla undrun að Edda skuli eiga að tala norsku við börnin sín, sem eru jú alíslensk. Eftirlitsaðili á vegum norska ríkisins skuli hafa átt að tryggja það. „Börnin eiga tvo íslenska foreldra og eru íslensk, vissulega hafa verið búsett í Noregi. Það má alveg velta fyrir sér í hvers þágu þetta er. Það er eftirlitsaðili sem á að fylgjast með umgengninni þegar börnin fá að hitta móður sína,“ segir Helga. Neituðu Noregi að taka á móti munaðarleysingjum Hún furðar sig einnig á því að Eddu Björk hafi ekki verið skipaður málsvari í réttarhöldunum þar utan. Hún gagnrýndi norsk dómsvöld fyrir mikla hörku í málum sem varða börn og segir ákvarðanir þeirra oft á tíðum svolítið harkalegar. „Það vekur athygli varðandi Noreg að þeir virðast beita mjög mikilli hörku í þessum málum sem varða börn og taka svolítið harkalegar ákvarðanir fyrir dómi í barnaverndarmálum. Þar sem verið er að svipta foreldra forsjá yfir börnum sínum,“ segir Helga. Helga Vala segir frá því að Úkraína hafi til dæmis ekki viljað leyfa Noregi að taka á móti börnum sem hafa orðið munaðarleysingjar vegna stríðsins þar í landi. „Annað dæmi sem ég benti á var að í kjölfar þess að stríð braust út í Úkraínu þurfti að gera ráðstafanir varðandi börn sem höfðu misst foreldra sína. Mörg Evrópuríki buðust til að taka á móti börnum til þess að passa upp á þau, sem voru fylgdarlaus flóttabörn sem áttu enga foreldra. En úkraínsk stjórnvöld neituðu að láta börn fara til Noregs. Hvers vegna? Vegna þess að noregur væri ekki tilbúinn til þess að segja að þeir muni skila börnunum aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur.“ Stríðir gegn barnasáttmálanum Helga Vala segir það harkalegt og óþarfa úrræði að Edda Björk sæti gæsluvarðhaldi úti í Noregi. Hún segir það stríða gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að hlusta ekki á skýra afstöðu barnanna sem málið varðar. „Það á að hlusta á þá. Þetta eru svo stórir strákar, það á samkvæmt lögum að hlusta á þá.“
Reykjavík síðdegis Fjölskyldumál Dómsmál Lögreglumál Fangelsismál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent