Innlent

Drónaflug á­fram bannað við Grinda­vík

Árni Sæberg skrifar
Þessi mynd er tekin með dróna, að fengnu leyfi yfirvalda.
Þessi mynd er tekin með dróna, að fengnu leyfi yfirvalda. Vísir/Einar

Vegna jarðhræringa í nálægð Grindavíkur hefur áður útgefið flug- og drónabann verið framlengt til 15. desember. Fjölmiðlum verða veittar undanþágur með skilyrðum.

Þetta segir í tilkynningu almannavarna á Facebook. Þar segir að bannið hafi verið framlengt að beiðni samhæfingarstöðvar almannavarna, fyrir hönd Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Lokunin nái til sama svæðis og verið hefur.

Gegn skráningu og tilkynningaskyldu muni fjölmiðlar fá undanþágu til drónaflugs undir sextíu metrum yfir sjávarmáli. Þó verði ekki heimilt að fljúga drónum á svæðinu milli klukkan 18:00 og 07:00.


Tengdar fréttir

Of snemmt að ræða það að hleypa Grindvíkingum heim

Fulltrúar Veðurstofu Íslands fóru til Grindavíkur í dag að meta aðstæður þar. Jarðeðlisfræðingur segir sláandi að sjá hvernig jarðhræringar hafa farið með heimili Grindvíkinga. Þá segir hann of snemmt að ræða það að hleypa íbúum aftur heim.

Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík

Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×