Lögregla skoðar að senda fulltrúa út Lovísa Arnardóttir skrifar 30. nóvember 2023 09:10 Magnús Kristinn er einn besti borðtennisspilari sem Ísland hefur alið. Hann er margfaldur Íslandsmeistari en hann keppti fyrir Víking í íþróttinni. Lögreglan á von á skýrslu frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu í næstu viku er varðar rannsókn þeirra á hvarfi Magnúsar Kristins Magnússonar í Dóminíska lýðveldinu í september á þessu ári. Ekkert hefur heyrst frá Magnúsi síðan í september. „Við erum í stöðugu sambandi við lögregluna erlendis og munu þeir upplýsa okkur um leið og nýjar upplýsingar berast,“ segir í svari frá embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um málið. Þar kemur einnig fram að það sé í skoðun að fulltrúi frá embætti ríkislögreglustjóra fylgi skýrslunni eftir og fari til Santo Domingo. „Það hefur bókstaflega ekkert gerst. Við erum engu nær og maður hefur á tilfinningunni að það sé afskaplega lítið að gerast, bæði þar og hér,“ segir Rannveig Karlsdóttir systir Magnúsar. Hún segir að fjölskyldan hafi fengið skýrslu frá lögreglunni úti fyrir nokkrum vikum en þar hafi ekkert komið fram sem þau hafi ekki vitað fyrir. „Þar er verið að rekja ferðir hans þetta kvöld. En svo ekkert meir að utan.“ Kom með töskuna í síðasta mánuði Magnús fór til Dóminíska Lýðveldisins eftir að hafa verið á ferðalagi á Spáni. Ferðin var ekki plönuð og er enn sem komið er lítið er vitað um tilgang ferðarinnar. Fjölskyldan komst þó að því eftir að hann fór að hann fór í spilavíti og að skemmta sér. Fjölskyldan heyrði svo síðast í honum þegar hann var á leið út á völl, á heimleið. Magnús átti að fljúga heim í gegnum Frankfurt. Hann mætti á flugvöllinn en fór aldrei í flugið. Fram kom í viðtali við Rannveigu systur hans um miðjan október að Magnús hefði við komu á flugvöllinn gengið frá farangrinum og farið svo út. Þar hefði hann klifrað yfir girðingu og þar sé tún. Við túnið stendur vegur og þaðan tekur við klettótt strönd. „Þar eru mjög hrikalegir klettar. Hann semsagt fer úr mynd ef ég skil rétt, svona um það bil við veginn eða þar sem hann er að fara yfir veginn. Það er búið að reyna skoða myndir hjá fyrirtækjum og stöðum sem eru nálægt þessum vegi en hann hefur ekki fundist á neinum þeirra,“ sagði Rannveig í viðtali þá. Ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út Bróðir Rannveigar kom heim með tösku Magnúsar um miðjan október en Rannveig segir ekkert í töskunni varpa ljósi á ferðir hans eða framhaldið. Fyrr hefur verið greint frá því að hann fundaði í ferðinni með lögreglu, yfirvöldum, lögfræðingum ásamt því að hann fór sjálfur yfir ýmis gögn eins og myndefni. Þá fór hann einnig í viðamikla leit með her og lögreglu þar sem gengið var ströndina ásamt því að leitað var á bátum og með drónum. Rannveig segir ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út en að það sé ekkert ákveðið um það. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Leitin að Magnúsi Kristni Lögreglumál Dóminíska lýðveldið Tengdar fréttir Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 18. september 2023 21:30 Óttast að andleg veikindi hafi tekið sig upp á ný Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. 18. september 2023 09:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Við erum í stöðugu sambandi við lögregluna erlendis og munu þeir upplýsa okkur um leið og nýjar upplýsingar berast,“ segir í svari frá embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um málið. Þar kemur einnig fram að það sé í skoðun að fulltrúi frá embætti ríkislögreglustjóra fylgi skýrslunni eftir og fari til Santo Domingo. „Það hefur bókstaflega ekkert gerst. Við erum engu nær og maður hefur á tilfinningunni að það sé afskaplega lítið að gerast, bæði þar og hér,“ segir Rannveig Karlsdóttir systir Magnúsar. Hún segir að fjölskyldan hafi fengið skýrslu frá lögreglunni úti fyrir nokkrum vikum en þar hafi ekkert komið fram sem þau hafi ekki vitað fyrir. „Þar er verið að rekja ferðir hans þetta kvöld. En svo ekkert meir að utan.“ Kom með töskuna í síðasta mánuði Magnús fór til Dóminíska Lýðveldisins eftir að hafa verið á ferðalagi á Spáni. Ferðin var ekki plönuð og er enn sem komið er lítið er vitað um tilgang ferðarinnar. Fjölskyldan komst þó að því eftir að hann fór að hann fór í spilavíti og að skemmta sér. Fjölskyldan heyrði svo síðast í honum þegar hann var á leið út á völl, á heimleið. Magnús átti að fljúga heim í gegnum Frankfurt. Hann mætti á flugvöllinn en fór aldrei í flugið. Fram kom í viðtali við Rannveigu systur hans um miðjan október að Magnús hefði við komu á flugvöllinn gengið frá farangrinum og farið svo út. Þar hefði hann klifrað yfir girðingu og þar sé tún. Við túnið stendur vegur og þaðan tekur við klettótt strönd. „Þar eru mjög hrikalegir klettar. Hann semsagt fer úr mynd ef ég skil rétt, svona um það bil við veginn eða þar sem hann er að fara yfir veginn. Það er búið að reyna skoða myndir hjá fyrirtækjum og stöðum sem eru nálægt þessum vegi en hann hefur ekki fundist á neinum þeirra,“ sagði Rannveig í viðtali þá. Ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út Bróðir Rannveigar kom heim með tösku Magnúsar um miðjan október en Rannveig segir ekkert í töskunni varpa ljósi á ferðir hans eða framhaldið. Fyrr hefur verið greint frá því að hann fundaði í ferðinni með lögreglu, yfirvöldum, lögfræðingum ásamt því að hann fór sjálfur yfir ýmis gögn eins og myndefni. Þá fór hann einnig í viðamikla leit með her og lögreglu þar sem gengið var ströndina ásamt því að leitað var á bátum og með drónum. Rannveig segir ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út en að það sé ekkert ákveðið um það. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.
Leitin að Magnúsi Kristni Lögreglumál Dóminíska lýðveldið Tengdar fréttir Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 18. september 2023 21:30 Óttast að andleg veikindi hafi tekið sig upp á ný Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. 18. september 2023 09:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38
Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31
Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 18. september 2023 21:30
Óttast að andleg veikindi hafi tekið sig upp á ný Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. 18. september 2023 09:59