„Þessi óvissa er algjör martröð“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. september 2023 14:21 Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. Sölvi Rúnar Pétursson, æskuvinur Magnúsar heldur nú að mestu leyti utan um samskipti við lögreglu og hefur yfirsýn yfir leitina. Hann segir ekkert nýtt haldbært að frétta. „Lögreglan er komin með bankagögnin og eitthvað af farsímagögnum,“ segir Sölvi. Það er bara verið að vinna í þessu en við fáum kannski ekki að vita allt sem er í gangi á bak við tjöldin. Þau séu með tengilið hjá lögreglunni sem haldi þeim upplýstum um stöðuna, en enn sem komið er sé óvissan algjör. Aðspurður um hvort standi til að fjölskyldumeðlimir fari út til Dómíníska Lýðveldisins segir Sölvi að það sé í skoðun. „ Þetta er erfitt land og erfitt kerfi, ef einhver færi út þyrfti að hafa einhvern local og spænskumælandi með sér. Við höfum ekkert í höndunum. Eins og staðan er núna sitjum við bara við símann.“ Missti af flugi og hvarf í kjölfarið Magnús fór til Dómíníska Lýðveldisins eftir að hafa verið á ferðalagi á Spáni. Lítið er vitað um tilgang ferðarinnar en þó komst fjölskyldan að því að hann hafi farið í spilavíti og verið að skemmta sér. Hann missti af flugi sem hann átti bókað til Frankfurt þann 10. september, yfirgaf flugvöllinn og síðan þá er ekkert vitað um ferðir hans. Engin hefur náð sambandi við símann hans og engar hreyfingar verið á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. Greint hefur verið frá því að Magnús hafi glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum sem fjölskyldan óttast að gætu hafa tekið sig upp aftur. Vonin minnkar eftir því sem tíminn líður Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar segir í samtali við fréttastofu að eftir því sem tíminn líði minnki vonin um góðar fréttir. „Hausinn á manni fer yfir allar mögulegar útkomur. En þessi óvissa er algjör martröð.“ Hún segist gera sér grein fyrir því að mögulega eigi þau eftir að fá slæmar upplýsingar en þau verði að fá einhver svör til að geta haldið áfram þaðan. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við annað hvort lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur hans, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313. Leitin að Magnúsi Kristni Lögreglumál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Sölvi Rúnar Pétursson, æskuvinur Magnúsar heldur nú að mestu leyti utan um samskipti við lögreglu og hefur yfirsýn yfir leitina. Hann segir ekkert nýtt haldbært að frétta. „Lögreglan er komin með bankagögnin og eitthvað af farsímagögnum,“ segir Sölvi. Það er bara verið að vinna í þessu en við fáum kannski ekki að vita allt sem er í gangi á bak við tjöldin. Þau séu með tengilið hjá lögreglunni sem haldi þeim upplýstum um stöðuna, en enn sem komið er sé óvissan algjör. Aðspurður um hvort standi til að fjölskyldumeðlimir fari út til Dómíníska Lýðveldisins segir Sölvi að það sé í skoðun. „ Þetta er erfitt land og erfitt kerfi, ef einhver færi út þyrfti að hafa einhvern local og spænskumælandi með sér. Við höfum ekkert í höndunum. Eins og staðan er núna sitjum við bara við símann.“ Missti af flugi og hvarf í kjölfarið Magnús fór til Dómíníska Lýðveldisins eftir að hafa verið á ferðalagi á Spáni. Lítið er vitað um tilgang ferðarinnar en þó komst fjölskyldan að því að hann hafi farið í spilavíti og verið að skemmta sér. Hann missti af flugi sem hann átti bókað til Frankfurt þann 10. september, yfirgaf flugvöllinn og síðan þá er ekkert vitað um ferðir hans. Engin hefur náð sambandi við símann hans og engar hreyfingar verið á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. Greint hefur verið frá því að Magnús hafi glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum sem fjölskyldan óttast að gætu hafa tekið sig upp aftur. Vonin minnkar eftir því sem tíminn líður Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar segir í samtali við fréttastofu að eftir því sem tíminn líði minnki vonin um góðar fréttir. „Hausinn á manni fer yfir allar mögulegar útkomur. En þessi óvissa er algjör martröð.“ Hún segist gera sér grein fyrir því að mögulega eigi þau eftir að fá slæmar upplýsingar en þau verði að fá einhver svör til að geta haldið áfram þaðan. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við annað hvort lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur hans, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313.
Leitin að Magnúsi Kristni Lögreglumál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31
Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21
Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14