Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2023 15:55 Tómas lét spurningarnar dynja á Katrínu, spurði meðal annars hvað það ætti að þýða að auglýsa eftir móður með nafni og mynd? vísir/vilhelm Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum. Edda hefur hins vegar haldið drengjunum hjá sér og lýsti lögreglan eftir henni í vikunni. Hún var svo handtekin í gær. „Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra út í mál íslenskrar konu sem var handtekin í gær vegna beiðni norskra yfirvalda. Hvernig má það vera að íslensk stjórnvöld ákveði að framselja íslenskan ríkisborgara úr landi og út í algjöra tímabundna óvissu í Noregi þar sem dómsmál viðkomandi er ekki einu sinni komið á dagskrá,“ sagði Tómas í óundirbúnum fyrirspurnartíma þingsins. Það eru að koma jól! Tómas hélt áfram með fyrirspurn sína. Sagði markmið framsalsbeiðninnar það eitt að tryggja að konan, en Tómas nefndi hana ekki á nafn, kæmi fyrir dóm á tilteknum degi sem ekki hafi verið ákveðinn. „Konan hefur lýst því yfir að hún hugðist mæta í dómssal þegar þar að kæmi hvort sem er. Nú á þessari stundu þarf hún að dúsa í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Það getur vel verið að konan þurfi að dvelja í gæsluvarðhaldi í Noregi fram eftir næsta ári vegna þess að dómsstólar eru ekki alltaf fljótir að setja mál á dagskrá. Ofan á allt – það eru að koma jól. Hvers vegna beita stjórnvöld ekki meðalhófi við framsal eigin þegna?“ spurði Tómas áfram. Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd? Og áfram spurði Tómas, en hann lét spurningahríðina dynja á Katrínu, sem hafði fá svör fram að færa: „Það þarf að tryggja að ekki sé farið í leit að fólki og handtöku þegar ekki liggur fyrir hvenær dómsmálið er á dagskrá í Noregi? Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd ólíkt því sem gengur og gerist þegar auglýst er eftir þeim sem brjóta hegningarlög? Hverra hagsmuna er verið að gæta með þessu offorsi? Hvaða lög er verið að brjóta með því að hýsa drengina í sínu heimalandi?“ Katrín viðurkenndi að hún hefði ekki neinar nákvæmar upplýsingar um hið viðkvæma mál umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Hún gerði ráð fyrir því að framsalssamningur milli Íslands og Noregs gilti í þessu máli. En hún ætlaði að kynna sér það betur í ljósi fyrirspurnar Tómasar. Og tók undir með honum að mikilvægt væri að hagsmunir barnanna væru í fyrirrúmi sem og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Noregur Dómsmál Börn og uppeldi Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum. Edda hefur hins vegar haldið drengjunum hjá sér og lýsti lögreglan eftir henni í vikunni. Hún var svo handtekin í gær. „Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra út í mál íslenskrar konu sem var handtekin í gær vegna beiðni norskra yfirvalda. Hvernig má það vera að íslensk stjórnvöld ákveði að framselja íslenskan ríkisborgara úr landi og út í algjöra tímabundna óvissu í Noregi þar sem dómsmál viðkomandi er ekki einu sinni komið á dagskrá,“ sagði Tómas í óundirbúnum fyrirspurnartíma þingsins. Það eru að koma jól! Tómas hélt áfram með fyrirspurn sína. Sagði markmið framsalsbeiðninnar það eitt að tryggja að konan, en Tómas nefndi hana ekki á nafn, kæmi fyrir dóm á tilteknum degi sem ekki hafi verið ákveðinn. „Konan hefur lýst því yfir að hún hugðist mæta í dómssal þegar þar að kæmi hvort sem er. Nú á þessari stundu þarf hún að dúsa í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Það getur vel verið að konan þurfi að dvelja í gæsluvarðhaldi í Noregi fram eftir næsta ári vegna þess að dómsstólar eru ekki alltaf fljótir að setja mál á dagskrá. Ofan á allt – það eru að koma jól. Hvers vegna beita stjórnvöld ekki meðalhófi við framsal eigin þegna?“ spurði Tómas áfram. Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd? Og áfram spurði Tómas, en hann lét spurningahríðina dynja á Katrínu, sem hafði fá svör fram að færa: „Það þarf að tryggja að ekki sé farið í leit að fólki og handtöku þegar ekki liggur fyrir hvenær dómsmálið er á dagskrá í Noregi? Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd ólíkt því sem gengur og gerist þegar auglýst er eftir þeim sem brjóta hegningarlög? Hverra hagsmuna er verið að gæta með þessu offorsi? Hvaða lög er verið að brjóta með því að hýsa drengina í sínu heimalandi?“ Katrín viðurkenndi að hún hefði ekki neinar nákvæmar upplýsingar um hið viðkvæma mál umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Hún gerði ráð fyrir því að framsalssamningur milli Íslands og Noregs gilti í þessu máli. En hún ætlaði að kynna sér það betur í ljósi fyrirspurnar Tómasar. Og tók undir með honum að mikilvægt væri að hagsmunir barnanna væru í fyrirrúmi sem og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna.
Noregur Dómsmál Börn og uppeldi Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19
Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21
Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55