Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2023 15:55 Tómas lét spurningarnar dynja á Katrínu, spurði meðal annars hvað það ætti að þýða að auglýsa eftir móður með nafni og mynd? vísir/vilhelm Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum. Edda hefur hins vegar haldið drengjunum hjá sér og lýsti lögreglan eftir henni í vikunni. Hún var svo handtekin í gær. „Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra út í mál íslenskrar konu sem var handtekin í gær vegna beiðni norskra yfirvalda. Hvernig má það vera að íslensk stjórnvöld ákveði að framselja íslenskan ríkisborgara úr landi og út í algjöra tímabundna óvissu í Noregi þar sem dómsmál viðkomandi er ekki einu sinni komið á dagskrá,“ sagði Tómas í óundirbúnum fyrirspurnartíma þingsins. Það eru að koma jól! Tómas hélt áfram með fyrirspurn sína. Sagði markmið framsalsbeiðninnar það eitt að tryggja að konan, en Tómas nefndi hana ekki á nafn, kæmi fyrir dóm á tilteknum degi sem ekki hafi verið ákveðinn. „Konan hefur lýst því yfir að hún hugðist mæta í dómssal þegar þar að kæmi hvort sem er. Nú á þessari stundu þarf hún að dúsa í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Það getur vel verið að konan þurfi að dvelja í gæsluvarðhaldi í Noregi fram eftir næsta ári vegna þess að dómsstólar eru ekki alltaf fljótir að setja mál á dagskrá. Ofan á allt – það eru að koma jól. Hvers vegna beita stjórnvöld ekki meðalhófi við framsal eigin þegna?“ spurði Tómas áfram. Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd? Og áfram spurði Tómas, en hann lét spurningahríðina dynja á Katrínu, sem hafði fá svör fram að færa: „Það þarf að tryggja að ekki sé farið í leit að fólki og handtöku þegar ekki liggur fyrir hvenær dómsmálið er á dagskrá í Noregi? Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd ólíkt því sem gengur og gerist þegar auglýst er eftir þeim sem brjóta hegningarlög? Hverra hagsmuna er verið að gæta með þessu offorsi? Hvaða lög er verið að brjóta með því að hýsa drengina í sínu heimalandi?“ Katrín viðurkenndi að hún hefði ekki neinar nákvæmar upplýsingar um hið viðkvæma mál umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Hún gerði ráð fyrir því að framsalssamningur milli Íslands og Noregs gilti í þessu máli. En hún ætlaði að kynna sér það betur í ljósi fyrirspurnar Tómasar. Og tók undir með honum að mikilvægt væri að hagsmunir barnanna væru í fyrirrúmi sem og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Noregur Dómsmál Börn og uppeldi Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum. Edda hefur hins vegar haldið drengjunum hjá sér og lýsti lögreglan eftir henni í vikunni. Hún var svo handtekin í gær. „Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra út í mál íslenskrar konu sem var handtekin í gær vegna beiðni norskra yfirvalda. Hvernig má það vera að íslensk stjórnvöld ákveði að framselja íslenskan ríkisborgara úr landi og út í algjöra tímabundna óvissu í Noregi þar sem dómsmál viðkomandi er ekki einu sinni komið á dagskrá,“ sagði Tómas í óundirbúnum fyrirspurnartíma þingsins. Það eru að koma jól! Tómas hélt áfram með fyrirspurn sína. Sagði markmið framsalsbeiðninnar það eitt að tryggja að konan, en Tómas nefndi hana ekki á nafn, kæmi fyrir dóm á tilteknum degi sem ekki hafi verið ákveðinn. „Konan hefur lýst því yfir að hún hugðist mæta í dómssal þegar þar að kæmi hvort sem er. Nú á þessari stundu þarf hún að dúsa í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Það getur vel verið að konan þurfi að dvelja í gæsluvarðhaldi í Noregi fram eftir næsta ári vegna þess að dómsstólar eru ekki alltaf fljótir að setja mál á dagskrá. Ofan á allt – það eru að koma jól. Hvers vegna beita stjórnvöld ekki meðalhófi við framsal eigin þegna?“ spurði Tómas áfram. Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd? Og áfram spurði Tómas, en hann lét spurningahríðina dynja á Katrínu, sem hafði fá svör fram að færa: „Það þarf að tryggja að ekki sé farið í leit að fólki og handtöku þegar ekki liggur fyrir hvenær dómsmálið er á dagskrá í Noregi? Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd ólíkt því sem gengur og gerist þegar auglýst er eftir þeim sem brjóta hegningarlög? Hverra hagsmuna er verið að gæta með þessu offorsi? Hvaða lög er verið að brjóta með því að hýsa drengina í sínu heimalandi?“ Katrín viðurkenndi að hún hefði ekki neinar nákvæmar upplýsingar um hið viðkvæma mál umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Hún gerði ráð fyrir því að framsalssamningur milli Íslands og Noregs gilti í þessu máli. En hún ætlaði að kynna sér það betur í ljósi fyrirspurnar Tómasar. Og tók undir með honum að mikilvægt væri að hagsmunir barnanna væru í fyrirrúmi sem og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna.
Noregur Dómsmál Börn og uppeldi Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19
Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21
Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55