Loka nú öllum landamærunum við Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2023 16:38 Landamæraverðir í austurhluta Finnlands. AP/Emmi Korhonen Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. Petteri Orpo, forsætisráðherra, tilkynnti ákvörðunina í dag og sagði að hún tæki gildi þann 30. nóvember, samkvæmt ríkisútvarpi YLE. Lokuninni er ætlað að stöðva flæði innflytjenda að landamærum Finnlands. Ráðamenn þar hafa sakað ráðamenn í Kreml um að gera fólkinu kleift að fara til Finnlands eða jafnvel flytja þau. „Markmið okkar er að binda enda á þetta fordæmalausa ástand á austurlandamærum Finnlands eins fljótt og auðið er,“ sagði Orpo á blaðamannafundi í dag. „Við sættum okkur ekki um tilraunir til að grafa undan þjóðaröryggi okkar. Rússland hefur skapað þetta ástand og getur einnig bundið enda á það.“ All border crossing points on the land border between Finland and Russia will be closed until 13 December. Prime Minister @PetteriOrpo: "We don t accept any attempts to undermine our national security." More https://t.co/KqzKNIG0GE pic.twitter.com/RJom22v6Qn— Finnish Government (@FinGovernment) November 28, 2023 Finnar lokuðu öllum landamærastöðvunum nema einni í síðustu viku vegna fjölda hælisleitenda sem komið hafa að landamærunum. Í frétt Reuters segir að um níu hundrað manns frá Kenía, Marokkó, Pakistan, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen hafi farið yfir landamærin í þessum mánuði. Í október var fjöldinn undir einum manni á dag. Sjá einnig: Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Eins og áður segir saka Finnar Rússa um að auðvelda fólkinu að komast að landamærum Finnlands. Það er sagt vera vegna þess að Finnland gekk til liðs við Atlantshafsbandalagið fyrr á árinu, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Orpo sagði í gær að yfirvöld í Finnlandi hefðu upplýsingar um að Rússar hefðu aðstoða fólkið og að hælisleitendur stefndu enn að landamærunum. Pólverjar sökuðu Rússa um að flytja farand- og flóttafólk og skapa flóttamannakrísu við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands árið 2021. Þá reistu Pólverjar girðingu við landamærin og sakaði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa skipulagt þetta. Finnland Rússland Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Petteri Orpo, forsætisráðherra, tilkynnti ákvörðunina í dag og sagði að hún tæki gildi þann 30. nóvember, samkvæmt ríkisútvarpi YLE. Lokuninni er ætlað að stöðva flæði innflytjenda að landamærum Finnlands. Ráðamenn þar hafa sakað ráðamenn í Kreml um að gera fólkinu kleift að fara til Finnlands eða jafnvel flytja þau. „Markmið okkar er að binda enda á þetta fordæmalausa ástand á austurlandamærum Finnlands eins fljótt og auðið er,“ sagði Orpo á blaðamannafundi í dag. „Við sættum okkur ekki um tilraunir til að grafa undan þjóðaröryggi okkar. Rússland hefur skapað þetta ástand og getur einnig bundið enda á það.“ All border crossing points on the land border between Finland and Russia will be closed until 13 December. Prime Minister @PetteriOrpo: "We don t accept any attempts to undermine our national security." More https://t.co/KqzKNIG0GE pic.twitter.com/RJom22v6Qn— Finnish Government (@FinGovernment) November 28, 2023 Finnar lokuðu öllum landamærastöðvunum nema einni í síðustu viku vegna fjölda hælisleitenda sem komið hafa að landamærunum. Í frétt Reuters segir að um níu hundrað manns frá Kenía, Marokkó, Pakistan, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen hafi farið yfir landamærin í þessum mánuði. Í október var fjöldinn undir einum manni á dag. Sjá einnig: Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Eins og áður segir saka Finnar Rússa um að auðvelda fólkinu að komast að landamærum Finnlands. Það er sagt vera vegna þess að Finnland gekk til liðs við Atlantshafsbandalagið fyrr á árinu, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Orpo sagði í gær að yfirvöld í Finnlandi hefðu upplýsingar um að Rússar hefðu aðstoða fólkið og að hælisleitendur stefndu enn að landamærunum. Pólverjar sökuðu Rússa um að flytja farand- og flóttafólk og skapa flóttamannakrísu við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands árið 2021. Þá reistu Pólverjar girðingu við landamærin og sakaði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa skipulagt þetta.
Finnland Rússland Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira