Loka nú öllum landamærunum við Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2023 16:38 Landamæraverðir í austurhluta Finnlands. AP/Emmi Korhonen Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. Petteri Orpo, forsætisráðherra, tilkynnti ákvörðunina í dag og sagði að hún tæki gildi þann 30. nóvember, samkvæmt ríkisútvarpi YLE. Lokuninni er ætlað að stöðva flæði innflytjenda að landamærum Finnlands. Ráðamenn þar hafa sakað ráðamenn í Kreml um að gera fólkinu kleift að fara til Finnlands eða jafnvel flytja þau. „Markmið okkar er að binda enda á þetta fordæmalausa ástand á austurlandamærum Finnlands eins fljótt og auðið er,“ sagði Orpo á blaðamannafundi í dag. „Við sættum okkur ekki um tilraunir til að grafa undan þjóðaröryggi okkar. Rússland hefur skapað þetta ástand og getur einnig bundið enda á það.“ All border crossing points on the land border between Finland and Russia will be closed until 13 December. Prime Minister @PetteriOrpo: "We don t accept any attempts to undermine our national security." More https://t.co/KqzKNIG0GE pic.twitter.com/RJom22v6Qn— Finnish Government (@FinGovernment) November 28, 2023 Finnar lokuðu öllum landamærastöðvunum nema einni í síðustu viku vegna fjölda hælisleitenda sem komið hafa að landamærunum. Í frétt Reuters segir að um níu hundrað manns frá Kenía, Marokkó, Pakistan, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen hafi farið yfir landamærin í þessum mánuði. Í október var fjöldinn undir einum manni á dag. Sjá einnig: Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Eins og áður segir saka Finnar Rússa um að auðvelda fólkinu að komast að landamærum Finnlands. Það er sagt vera vegna þess að Finnland gekk til liðs við Atlantshafsbandalagið fyrr á árinu, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Orpo sagði í gær að yfirvöld í Finnlandi hefðu upplýsingar um að Rússar hefðu aðstoða fólkið og að hælisleitendur stefndu enn að landamærunum. Pólverjar sökuðu Rússa um að flytja farand- og flóttafólk og skapa flóttamannakrísu við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands árið 2021. Þá reistu Pólverjar girðingu við landamærin og sakaði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa skipulagt þetta. Finnland Rússland Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Petteri Orpo, forsætisráðherra, tilkynnti ákvörðunina í dag og sagði að hún tæki gildi þann 30. nóvember, samkvæmt ríkisútvarpi YLE. Lokuninni er ætlað að stöðva flæði innflytjenda að landamærum Finnlands. Ráðamenn þar hafa sakað ráðamenn í Kreml um að gera fólkinu kleift að fara til Finnlands eða jafnvel flytja þau. „Markmið okkar er að binda enda á þetta fordæmalausa ástand á austurlandamærum Finnlands eins fljótt og auðið er,“ sagði Orpo á blaðamannafundi í dag. „Við sættum okkur ekki um tilraunir til að grafa undan þjóðaröryggi okkar. Rússland hefur skapað þetta ástand og getur einnig bundið enda á það.“ All border crossing points on the land border between Finland and Russia will be closed until 13 December. Prime Minister @PetteriOrpo: "We don t accept any attempts to undermine our national security." More https://t.co/KqzKNIG0GE pic.twitter.com/RJom22v6Qn— Finnish Government (@FinGovernment) November 28, 2023 Finnar lokuðu öllum landamærastöðvunum nema einni í síðustu viku vegna fjölda hælisleitenda sem komið hafa að landamærunum. Í frétt Reuters segir að um níu hundrað manns frá Kenía, Marokkó, Pakistan, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen hafi farið yfir landamærin í þessum mánuði. Í október var fjöldinn undir einum manni á dag. Sjá einnig: Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Eins og áður segir saka Finnar Rússa um að auðvelda fólkinu að komast að landamærum Finnlands. Það er sagt vera vegna þess að Finnland gekk til liðs við Atlantshafsbandalagið fyrr á árinu, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Orpo sagði í gær að yfirvöld í Finnlandi hefðu upplýsingar um að Rússar hefðu aðstoða fólkið og að hælisleitendur stefndu enn að landamærunum. Pólverjar sökuðu Rússa um að flytja farand- og flóttafólk og skapa flóttamannakrísu við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands árið 2021. Þá reistu Pólverjar girðingu við landamærin og sakaði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa skipulagt þetta.
Finnland Rússland Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira