Dort­mund á­fram eftir góðan sigur í Mílanó

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Dortmund gátu leyft sér að fagna í kvöld.
Leikmenn Dortmund gátu leyft sér að fagna í kvöld. EPA-EFE/Daniel Dal Zennaro

Borussia Dortmund vann 3-1 útisigur á AC Milan í Meistaradeild Evrópu og tryggði sér um leið sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Heimamenn fengu sannkallaða draumabyrjun en á 6. mínútu var vítaspyrna dæmd og Oliver Giroud gat komið AC Milan yfir. Gregor Kobel gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði spyrnu franska framherjans. 

Nokkrum mínútum síðar fengu gestirnir svo vítaspyrnu. Marco Reus fór á punktinn og kom Dortmund yfir. Á 37. mínútu jafnaði Samuel Chukwueze metin fyrir AC Milan með glæsilegu marki og staðan 1-1 í hálfleik. 

Í síðari hálfleik voru það gestirnir sem reyndust sterkari aðilinn. Jamie Bynoe-Gittens skoraði eftir undirbúning Marcel Sabitzer þegar tæp klukkustund var liðin. Karim Adeyemi tryggði svo sigur Dortmund með föstu skoti sem Mike Maignan hefði þó átt að verja í marki AC Milan. 

Lokatölur í Mílanó 1-3 og Dortmund er á toppi F-riðils með 10 stig og komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hinum leik riðilsins lauk með 1-1 jafntefli sem þýðir að París Saint-Germain eru með 7 stig í öðru sæti á meðan Newcastle United og AC Milan eru bæði með 5 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira