Erlent

Banna ein­nota raf­rettur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Einnota rafrettur eru vandamál sem Ástralar vilja að hverfi.
Einnota rafrettur eru vandamál sem Ástralar vilja að hverfi. Getty/Rasid Necati Aslim

Ástralar stefna að því að banna einnota rafrettur á næsta ári. Fjöldi ungs fólks sem notar rafrettur heldur áfram að aukast. 

Með nýjum lagabreytingum verður innflutningur á einnota rafrettum með öllu bannaður í Ástralíu eftir áramót. Einnig stendur til að setja lög sem banna þa að framleiða rafretturnar, auglýsa þær og selja. 

Munurinn á venjulegum rafrettum og einnota rafrettum er sá að ekki er hægt að bæta við vökva á þær einnota. Þær eru keyptar með ákveðnu magni af vökva en þegar hann er búinn er ekki hægt að gera neitt nema að henda rafrettunni. 

Í frétt BBC segir að heilbrigðisráðherra Ástralíu segi rafrettur ekki lengur til þess fallnar að hjálpa fólki að hætta að reykja heldur sé það nú ný leið til að gera fólk háð nikótíni. 

Síðan árið 2021 hefur verið bannað að kaupa eða flytja inn rafrettur til Ástralíu án þess að læknir hafi skrifað upp á það. Þrátt fyrir það hefur notkun fólks á þeim haldið áfram að aukast gífurlega.

„Allar fylkisstjórnir Ástralíu eru fylgjandi því vinna saman við það að stöðva aukna notkun ungmenna á rafrettum,“ hefur BBC eftir Mark Butler, heilbirgðisráðherra Ástralíu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×