Innlent

Fylgi Sam­fylkingar minnkar milli kannanna

Atli Ísleifsson skrifar
Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni í október 2022.
Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni í október 2022. Vísir/Vilhelm

Fylgi Samfylkingarinnar mælist 26 prósent í nýrri könnun Maskínu og minnkar um tæplega tvö prósentustig á milli kannanna. Flokkurinn mælist þó enn langstærstur.

Í könnuninni var spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 17,9 prósent, en flokkurinn mældist með 17,7 prósent í síðustu könnun sem framkvæmd var í síðasta mánuði. Sé tekið tillit til vikmarka þá skarast fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ekki og því er munurinn marktækur níunda mánuðinn í röð.

Viðreisn, Miðflokkurinn og Framsókn bæta öll við sig einu prósentustigi, en fylgi Pírata lækkar um tæpt prósentustig á milli kannanna. Fylgi Flokks fólksins, Vinstri grænna og Sósíalistaflokksins stendur nokkurn veginn í stað á milli kannanna.

Niðurstaða könnunar Maskínu nóvember 2023 (fylgi í október 2023 er að finna innan sviga):

  • Samfylkingin: 26,0% (27,8%)
  • Sjálfstæðisflokkurinn: 17,9% (17,7%)
  • Framsókn: 10,4% (9,8%)
  • Viðreisn: 10,3% (9,3%)
  • Píratar: 10,0% (10,8%)
  • Miðflokkurinn: 8,4% (8,2%)
  • Flokkur fólksins: 6,4% (6,1%)
  • Vinstri græn: 6,1% (5,9%)
  • Sósíalistaflokkurinn: 4,4% (4,3%)
Maskína

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hækkar og er nú 34,5 prósent, en mældist 33,4 prósent í október.

Könnunin varð lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Könnunin fór fram dagana 3. til 7. nóvember annars vegar og 23. til 26. nóvember 2023 og voru svarendur til tóku afstöðu 2.376 talsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×