Engin draumabyrjun á þreifingum Wilders Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. nóvember 2023 00:23 Geert Wilders ætlar sér að verða forsætisráðherra Hollands. getty Hægrimaðurinn Geert Wilders, sigurvegari nýafstaðinna hollenskra þingkosninga, viðurkennir að stjórnarmyndunarviðræður hafi ekki hafist á neinni „draumabyrjun“. Flokkur Wilders, PPV eða Frelsisflokkurinn, var ótvíræður sigurvegari kosninganna og hlaut langflest þingsæti, 37 af 150. Wilders hefur verið umdeildur vegna afdráttarlausra yfirlýsinga sem varða innflytjendur og trúmál í landinu. Í kjölfar kosninga er venjan í hollenskum stjórnmálum að ráða sér einskonar umboðsmann til að þreifa fyrir sér í stjórnarmyndunarviðræðum. Eftir sigurinn valdi Wilders Frelsislfokksþingmanninn Gom van Strien til að gegna þeirri stöðu. Um helgina birti hollenska dagblaðið NRC Handelsblad hins vegar ásakanir Utrecht holdings á hendur nokkurra einstaklinga, þar á meðal van Strien, um svikastarfsemi tengd dótturfélögum Utrecht háskólans. Van Strien hefur hafnað öllum ásökunum en sagði af sér hlutverkinu engu að síður. Í samtali við hollenska fjölmiðla viðurkenndi Wilders að byrjunin væri ekki „draumabyrjun,“ og gagnrýndi van Strien fyrir að hafa ekki upplýst hann um fyrrgreinda stöðu. Stjórnarmyndun í Hollandi tekur vanalega nokkra mánuði og því er ekki óvenjulegt að viðræðurnar séu litaðar af alls kyns pólitík. Wilders, sem hefur heitið því að verða forsætisráðherra landsins, kveðst nú munu finna nýjan mann í hlutverk umboðsmanns „sem er fjarri pólitík,“en það fellur væntanlega í hans hlut að leiða fyrstu fundi með Wilders og leiðtoga Vinstri grænna og verkamannaflokksins, Frans Timmermanns leiðtoga VVD-flokksins og leiðtoga frjálslyndra demókrata D66, Rob Jetten. Holland Tengdar fréttir Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Flokkur Wilders, PPV eða Frelsisflokkurinn, var ótvíræður sigurvegari kosninganna og hlaut langflest þingsæti, 37 af 150. Wilders hefur verið umdeildur vegna afdráttarlausra yfirlýsinga sem varða innflytjendur og trúmál í landinu. Í kjölfar kosninga er venjan í hollenskum stjórnmálum að ráða sér einskonar umboðsmann til að þreifa fyrir sér í stjórnarmyndunarviðræðum. Eftir sigurinn valdi Wilders Frelsislfokksþingmanninn Gom van Strien til að gegna þeirri stöðu. Um helgina birti hollenska dagblaðið NRC Handelsblad hins vegar ásakanir Utrecht holdings á hendur nokkurra einstaklinga, þar á meðal van Strien, um svikastarfsemi tengd dótturfélögum Utrecht háskólans. Van Strien hefur hafnað öllum ásökunum en sagði af sér hlutverkinu engu að síður. Í samtali við hollenska fjölmiðla viðurkenndi Wilders að byrjunin væri ekki „draumabyrjun,“ og gagnrýndi van Strien fyrir að hafa ekki upplýst hann um fyrrgreinda stöðu. Stjórnarmyndun í Hollandi tekur vanalega nokkra mánuði og því er ekki óvenjulegt að viðræðurnar séu litaðar af alls kyns pólitík. Wilders, sem hefur heitið því að verða forsætisráðherra landsins, kveðst nú munu finna nýjan mann í hlutverk umboðsmanns „sem er fjarri pólitík,“en það fellur væntanlega í hans hlut að leiða fyrstu fundi með Wilders og leiðtoga Vinstri grænna og verkamannaflokksins, Frans Timmermanns leiðtoga VVD-flokksins og leiðtoga frjálslyndra demókrata D66, Rob Jetten.
Holland Tengdar fréttir Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41
Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47