Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir íslenskra kvenna í brennidepli NY Times Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. nóvember 2023 20:55 Í umfjöllun NY Times er fjallað meðal annars um nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem samþykkti beiðnir um ófrjósemisaðgerðir frá foreldrum. Fyrrverandi félagsráðgjafi á spítalanum segist skammast sín fyrir að hafa vísað málum til nefndarinnar. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki teljist til mannréttindabrota, eru enn dæmi um þær í Evrópu og á Íslandi. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun bandaríska fréttamiðilsins New York Times, þar sem Ísland og sögur fatlaðra íslenskra kvenna eru í brennidepli. Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki eru bannaðar samkvæmt hinum ýmsu alþjóðasáttmálum. Meðal annars Istanbúl-sáttmálanum sem 38 Evrópuríki, þar á meðal Ísland, eru aðili að. Samkvæmt rannsókn NY Times hafa ýmis ríki gert undantekningar á banninu, oftast í tilfelli fólks sem er ekki talið geta veitt samþykki fyrir ófrjósemisaðgerðinni, sökum fötlunar. Niðurstaðan er sú að aðgerðirnar fara enn fram, aðallega á konum með þroskahamlanir, jafnvel þegar læknisfræðileg nauðsyn er ekki til staðar. Rætt er við Eirík Smith, réttindagæslumann fatlaðs fólks hjá velferðarráðuneytinu, sem varð þess var á síðasta ári að framkvæma ætti slíka aðgerð á fatlaðri konu við reglubundna heimsókn á sambýli í Reykjavík. Barneign yrði of erfið Fram kemur að 28 ára konan geti ekki talað eða skilið flóknar upplýsingar. „Þegar blæðingar valda henni krömpum og óþægindum stynur hún og engist um og skilur ekki hvað er að gerast,“ segir í greininni. „Veit hún yfir höfuð hvort hún vilji eignast börn síðar?“ spurði Eiríkur starfsmann sem hafi orðið steinhissa. „Hún hló upp í opið geðið á mér,“ er haft eftir Eiríki sem ræðir einnig sína sögu. Á hann systur með Downsheilkenni, Kristínu, sem gekkst undir sambærilega aðgerð að frumkvæði móður sinnar. Haft er eftir Kristínu: „Ég sagði við mömmu: „Hvað ef mig langar að eignast börn síðar meir?“ En hún sagði nei. Það yrði of erfitt.“ Skammast sín fyrir aðkomu sína Auk sögu Kristínar er rætt við móður konu með mikla þroskahömlun, Hermínu Hreiðarsdóttur, sem gaf leyfi fyrir hönd hennar til framkvæma slíka ófrjósemisaðgerð. „Ég veit að þetta er tabú, en við gerðum þetta ekki til að gera hana ófrjóa,“ er haft eftir Hermínu. „Við vildum að henni liði betur.“ Þá er rætt við fyrrverandi félagsráðgjafa á Landspítalanum sem vísaði málum til nefndar um ófrjósemisaðgerðir. Fram kemur að nefndin hafi á árunum 2013-2017 samþykkt sex ófrjósemisaðgerðir. „Það er þetta sem er svo hræðilegt: Ég hitti aldrei börnin sem átti að gera ófrjó. Aldrei,“ sagði Anna Sigrún, fyrrverandi félagsráðgjafi á spítalanum, sem sagðist skammast sín fyrir að hafa vísað málum til nefndarinnar. Nánar er fjallað um málið á vef New York Times. Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni fatlaðs fólks Frjósemi Downs-heilkenni Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun bandaríska fréttamiðilsins New York Times, þar sem Ísland og sögur fatlaðra íslenskra kvenna eru í brennidepli. Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki eru bannaðar samkvæmt hinum ýmsu alþjóðasáttmálum. Meðal annars Istanbúl-sáttmálanum sem 38 Evrópuríki, þar á meðal Ísland, eru aðili að. Samkvæmt rannsókn NY Times hafa ýmis ríki gert undantekningar á banninu, oftast í tilfelli fólks sem er ekki talið geta veitt samþykki fyrir ófrjósemisaðgerðinni, sökum fötlunar. Niðurstaðan er sú að aðgerðirnar fara enn fram, aðallega á konum með þroskahamlanir, jafnvel þegar læknisfræðileg nauðsyn er ekki til staðar. Rætt er við Eirík Smith, réttindagæslumann fatlaðs fólks hjá velferðarráðuneytinu, sem varð þess var á síðasta ári að framkvæma ætti slíka aðgerð á fatlaðri konu við reglubundna heimsókn á sambýli í Reykjavík. Barneign yrði of erfið Fram kemur að 28 ára konan geti ekki talað eða skilið flóknar upplýsingar. „Þegar blæðingar valda henni krömpum og óþægindum stynur hún og engist um og skilur ekki hvað er að gerast,“ segir í greininni. „Veit hún yfir höfuð hvort hún vilji eignast börn síðar?“ spurði Eiríkur starfsmann sem hafi orðið steinhissa. „Hún hló upp í opið geðið á mér,“ er haft eftir Eiríki sem ræðir einnig sína sögu. Á hann systur með Downsheilkenni, Kristínu, sem gekkst undir sambærilega aðgerð að frumkvæði móður sinnar. Haft er eftir Kristínu: „Ég sagði við mömmu: „Hvað ef mig langar að eignast börn síðar meir?“ En hún sagði nei. Það yrði of erfitt.“ Skammast sín fyrir aðkomu sína Auk sögu Kristínar er rætt við móður konu með mikla þroskahömlun, Hermínu Hreiðarsdóttur, sem gaf leyfi fyrir hönd hennar til framkvæma slíka ófrjósemisaðgerð. „Ég veit að þetta er tabú, en við gerðum þetta ekki til að gera hana ófrjóa,“ er haft eftir Hermínu. „Við vildum að henni liði betur.“ Þá er rætt við fyrrverandi félagsráðgjafa á Landspítalanum sem vísaði málum til nefndar um ófrjósemisaðgerðir. Fram kemur að nefndin hafi á árunum 2013-2017 samþykkt sex ófrjósemisaðgerðir. „Það er þetta sem er svo hræðilegt: Ég hitti aldrei börnin sem átti að gera ófrjó. Aldrei,“ sagði Anna Sigrún, fyrrverandi félagsráðgjafi á spítalanum, sem sagðist skammast sín fyrir að hafa vísað málum til nefndarinnar. Nánar er fjallað um málið á vef New York Times.
Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni fatlaðs fólks Frjósemi Downs-heilkenni Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira