Fótbolti

Mikael ber af í þremur töl­fræði­þáttum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikael Neville Anderson hefur spilað vel á leiktíðinni.
Mikael Neville Anderson hefur spilað vel á leiktíðinni. Vísir/Getty

Mikael Neville Anderson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, ber af í þremur tölfræðiþáttum í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Frá þessu greinir félag hans, AGF.

Hinn 25 ára gamli Mikael lék með AGF í Árósum á sínum yngri árum en hóf meistaraflokks feril sinn með Midtjylland. AGF keypti svo miðjumanninn öfluga árið 2021 og hefur hann verið lykilmaður síðan þá.

Í dag birti AGF færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, að Mikael væri á toppnum í þremur tölfræðiþáttum dönsku úrvalsdeildarinnar:

  • Hann er sá leikmaður sem hefur unnið flest einvígi á jörðinni eða 75 talsins. 
  • Hann hefur átt flest marktilraunir fyrir utan vítateig eða 21.
  • Þá hefur verið brotið á honum oftast allra í deildinni eða 48 sinnum alls.

AGF er í 6. sæti deildarinnar með 24 stig að loknum 15 leikjum. Mikael hefur spilað 14 leiki á leiktíðinni, lagt upp tvö mörk og skorað eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×