Þjálfari FCK orðaður við Ajax Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2023 18:15 Frá Köben til Amsterdam? EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, hefur verið orðaður við Ajax en lítið sem ekkert hefur gengið hjá hollenska stórveldinu það sem af er leiktíð. Nicolai Boilesen, leikmaður FCK, lék áður með Ajax og segir liðið í raun þurfa á þjálfara eins og Neestrup að halda. FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt á síðustu leiktíð og gæti gert slíkt hið sama aftur en liðið trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar og er komið í 16-liða úrslit bikarsins. Þá á liðið ágætis möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hinn 35 ára gamli Neestrup er aðeins á sínu öðru tímabili sem aðalþjálfari FCK en hann tók við liðinu eftir slaka byrjun og stýrði því til sigurs í deild og bikar. Hann var spurður út í orðrómana fyrir leik helgarinnar gegn Viborg. „Ég ætla ekki að tjá mig um það sem fjölmiðlar skrifa. Leikmenn félagsins verða að einbeita sér að FCK og það sama á við um mig,“ sagði Neestrup um orðróminn. Boilesen: Ajax mangler en Jacob Neestrup https://t.co/RUZ7p3L7xZ— bold.dk (@bolddk) November 23, 2023 Einn af leikmönnum liðsins segir þó næsta öruggt að Ajax gæti nýtt þjálfara á borð við Neestrup. Hinn 31 árs gamli Boilesen var á mála hjá Ajax frá 2010 til 2016. Hann segir að Neestrup ætli sér stóra hluti með FCK en gæti vel stýrt Ajax enda ungur og nútímalegur þjálfari. Fari svo að Neestrup skipti yfir til Hollands þá er Boilesen klár í að aðstoða hann með hollenskuna. Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson spilar með FCK á meðan miðjumaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson, sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik á dögunum, spilar með Ajax. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Fleiri fréttir Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sjá meira
FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt á síðustu leiktíð og gæti gert slíkt hið sama aftur en liðið trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar og er komið í 16-liða úrslit bikarsins. Þá á liðið ágætis möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hinn 35 ára gamli Neestrup er aðeins á sínu öðru tímabili sem aðalþjálfari FCK en hann tók við liðinu eftir slaka byrjun og stýrði því til sigurs í deild og bikar. Hann var spurður út í orðrómana fyrir leik helgarinnar gegn Viborg. „Ég ætla ekki að tjá mig um það sem fjölmiðlar skrifa. Leikmenn félagsins verða að einbeita sér að FCK og það sama á við um mig,“ sagði Neestrup um orðróminn. Boilesen: Ajax mangler en Jacob Neestrup https://t.co/RUZ7p3L7xZ— bold.dk (@bolddk) November 23, 2023 Einn af leikmönnum liðsins segir þó næsta öruggt að Ajax gæti nýtt þjálfara á borð við Neestrup. Hinn 31 árs gamli Boilesen var á mála hjá Ajax frá 2010 til 2016. Hann segir að Neestrup ætli sér stóra hluti með FCK en gæti vel stýrt Ajax enda ungur og nútímalegur þjálfari. Fari svo að Neestrup skipti yfir til Hollands þá er Boilesen klár í að aðstoða hann með hollenskuna. Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson spilar með FCK á meðan miðjumaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson, sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik á dögunum, spilar með Ajax.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Fleiri fréttir Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sjá meira