Fótbolti

Jón Dagur meðal efstu manna í stoð­sendingum í undan­keppni EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson bjó til mörk fyrir félaga sína í landsliðinu í þessari undankeppni.
Jón Dagur Þorsteinsson bjó til mörk fyrir félaga sína í landsliðinu í þessari undankeppni. Vísir/Hulda Margrét

Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp flest mörk fyrir íslenska landsliðið í undankeppni EM en riðlakeppninni lauk á þriðjudagskvöldið.

Jón Dagur átti fjórar stoðsendingar á félaga sína í landsliðinu og það voru bara fjórir leikmenn sem gáfu fleiri stoðsendingar en hann í allri undankeppninni.

Langefstur í stoðsendingum var Portúgalinn Bruno Fernandes sem gaf átta stoðsendingar í riðli Íslands. Fernandes er leikmaður Manchester United og hefur farið fyrir fullkomnu portúgölsku liði í undankeppninni.

Fernandes endaði þremur stoðsendingum á undan næstu mönnum sem voru Kylian Mbappé hjá Frakklandi Denzel Dumfries hjá Hollandi og Teemu Pukki hjá Finnlandi. Mbappé gaf þrjár af fimm stoðsendingum sínum í 14-0 sigri Frakka á Gíbraltar.

Jón Dagur deilir fimmta sætinu með átta mönnum og meðal þeirra eru Manchester City mennirnir Jérémy Doku og Bernando Silva, Doku fyrir Belgíu og Silva fyrir Portúgal.

Fjórar stoðsendingar Jón Dags komu í níu leikjum en hann lék alla leiki Íslands nema einn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×