Aldrei hafi staðið til að takmarka aðgengi fjölmiðla til lengri tíma Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. nóvember 2023 14:08 Úlfar vonar að nýtt fyrirkomulag fyrir fjölmiðla komi sér vel. Skipulag þess er í höndum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Vísir/Sigurjón Nýtt fyrirkomulag fyrir fjölmiðla á Grindavíkursvæðinu fer í gangi í dag. Tvær skipulagðar rútuferðir í dag, eru fyrir annars vegar innlenda og hins vega erlenda fjölmiðla. Lögreglustjóri segir að takmarkanir hafi aðeins komið til vegna skorts á mannafla og vegna þess hve viðkvæmar aðstæður voru fyrir íbúa. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að takmarkanir fjölmiðla hafi verið settar á til að byrja með vegna takmarkaðs mannafla til að fylgja þeim inn á svæðið. Undanfarna daga hefur einn fulltrúi fjölmiðils fengið aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum. „Okkur skorti mannskap til að sinna þessu verkefni og vildum á viðkvæmum tíma hleypa íbúum inn í sinn heimabæ. Margir voru ekki í góðu ástandi,“ segir Úlfar og tekur fram að það hafi aldrei verið markmið að halda þessu fyrirkomulagi til streitu til langs tíma. Tilkynnt var á upplýsingafundi almannavarna að fyrirkomulaginu yrði breytt í dag. Spurður hvort að atvik er varðar ljósmyndara RÚV sem átti sér stað síðustu helgi hafi haft ákvörðun á skert aðgengi fjölmiðla segir Úlfar svo ekki. Þá reyndi ljósmyndari RÚV að komast inn í mannlaust hús. Hann baðst síðar afsökunar á því. „Það atvik fór einstaklinga illa í íbúa Grindavíkur. En var ekki ástæða fyrir takmörkunum.“ Úlfar segist enn fremur ekkert sjá neitt athugunarvert við fjölmiðla og það hafi ekki verið ástæða takmarkanna. Alls ekki komið að lokuðum dyrum Fréttamaður bendir á að á stríðshrjáðum svæðum fái fjölmiðlar aðgang án hindrana og setji sig reglulega þannig í aðstæður þar sem þeir eru í hættu. Spyr hvort þetta séu að einhverju leyti ekki sambærilegar aðstæður. „En af því að þú minnist á fréttamennsku í stríðshrjáðu svæði þá er ágætt að minna á það að þegar ég horfi á kvöldfréttir á RÚV eða Stöð 2 þá horfi ég yfirleitt á sömu fréttamyndina á Gasa svæðinu,“ segir Úlfar. Hann segir að fjölmiðlar hafi alls ekki komið að lokuðum dyrum í Grindavík. Það megi ekki gleyma því. Fjölmiðlar hafi fengið að fylgja fólki inn á svæðið og hafi haft gott aðgengi að aðgerðastjórn í bæði Skógarhlíð og Reykjanesbæ. „Þetta samstarf og upplýsingagjöfin, eins og ég horfi á það, hefur verið að mínu mati með góðum og ásættanlegum hætti.“ Kæran ótímabær Hvað varðar kæru Blaðamannafélags Íslands á hendur embætti Úlfars til dómsmálaráðuneytis segir hann hana ótímabæra og „ákveðið frumhlaup í svona aðgerðum“ sem snúi að því að hjálpa fólki í erfiðum aðstæðum og hafi verið hrakin frá heimili sínu. „Ég held að fjölmiðlar megi horfa í aðrar átti og einbeita sér að því sem þau eru best í. Að afla frétta.“ Þá er kannski gott að vera ekki að hindra þá í að afla frétta? „Það var hindrun í gangi í nokkra daga en við lyftum hindrun í dag. Ég held að það sé farsæl niðurstaða. Fyrir bæði viðbragðsaðila og fjölmiðla,“ segir Úlfar en að skipulag sé í höndum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Bæði innlendum og erlendum fjölmiðlum verði hleypt inn á svæðið í skipulögðum hópferðum. „Ég á ekki von á öðru en að það gefist vel.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að takmarkanir fjölmiðla hafi verið settar á til að byrja með vegna takmarkaðs mannafla til að fylgja þeim inn á svæðið. Undanfarna daga hefur einn fulltrúi fjölmiðils fengið aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum. „Okkur skorti mannskap til að sinna þessu verkefni og vildum á viðkvæmum tíma hleypa íbúum inn í sinn heimabæ. Margir voru ekki í góðu ástandi,“ segir Úlfar og tekur fram að það hafi aldrei verið markmið að halda þessu fyrirkomulagi til streitu til langs tíma. Tilkynnt var á upplýsingafundi almannavarna að fyrirkomulaginu yrði breytt í dag. Spurður hvort að atvik er varðar ljósmyndara RÚV sem átti sér stað síðustu helgi hafi haft ákvörðun á skert aðgengi fjölmiðla segir Úlfar svo ekki. Þá reyndi ljósmyndari RÚV að komast inn í mannlaust hús. Hann baðst síðar afsökunar á því. „Það atvik fór einstaklinga illa í íbúa Grindavíkur. En var ekki ástæða fyrir takmörkunum.“ Úlfar segist enn fremur ekkert sjá neitt athugunarvert við fjölmiðla og það hafi ekki verið ástæða takmarkanna. Alls ekki komið að lokuðum dyrum Fréttamaður bendir á að á stríðshrjáðum svæðum fái fjölmiðlar aðgang án hindrana og setji sig reglulega þannig í aðstæður þar sem þeir eru í hættu. Spyr hvort þetta séu að einhverju leyti ekki sambærilegar aðstæður. „En af því að þú minnist á fréttamennsku í stríðshrjáðu svæði þá er ágætt að minna á það að þegar ég horfi á kvöldfréttir á RÚV eða Stöð 2 þá horfi ég yfirleitt á sömu fréttamyndina á Gasa svæðinu,“ segir Úlfar. Hann segir að fjölmiðlar hafi alls ekki komið að lokuðum dyrum í Grindavík. Það megi ekki gleyma því. Fjölmiðlar hafi fengið að fylgja fólki inn á svæðið og hafi haft gott aðgengi að aðgerðastjórn í bæði Skógarhlíð og Reykjanesbæ. „Þetta samstarf og upplýsingagjöfin, eins og ég horfi á það, hefur verið að mínu mati með góðum og ásættanlegum hætti.“ Kæran ótímabær Hvað varðar kæru Blaðamannafélags Íslands á hendur embætti Úlfars til dómsmálaráðuneytis segir hann hana ótímabæra og „ákveðið frumhlaup í svona aðgerðum“ sem snúi að því að hjálpa fólki í erfiðum aðstæðum og hafi verið hrakin frá heimili sínu. „Ég held að fjölmiðlar megi horfa í aðrar átti og einbeita sér að því sem þau eru best í. Að afla frétta.“ Þá er kannski gott að vera ekki að hindra þá í að afla frétta? „Það var hindrun í gangi í nokkra daga en við lyftum hindrun í dag. Ég held að það sé farsæl niðurstaða. Fyrir bæði viðbragðsaðila og fjölmiðla,“ segir Úlfar en að skipulag sé í höndum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Bæði innlendum og erlendum fjölmiðlum verði hleypt inn á svæðið í skipulögðum hópferðum. „Ég á ekki von á öðru en að það gefist vel.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08
Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31