Innlent

Þurfa fleiri daga til að meta á­stand leiðslunnar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Bæjarstjóri Vestmannaeyjabyggðar hefur lýst miklum áhyggjum af málinu.
Bæjarstjóri Vestmannaeyjabyggðar hefur lýst miklum áhyggjum af málinu. Vísir/Vilhelm

Erlendir sérfræðingar sem hafa neysluvatnslögn til Vestmannaeyja til skoðunar vegna tjóns telja sig þurfa fleiri daga til að meta ástand hennar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja. Nefndin fundaði aftur með forsvarsmönnum HS-veitna síðdegis í dag þar sem farið var yfir stöðuna.

Eins og fram hefur komið urðu skemmdirnar þegar akkeri Hugins VE festist í lögninni síðastliðið föstudagskvöld. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hefur sagt um alvarlega stöðu að ræða í samtali við fréttastofu.

Eftir að erlendu sérfræðingarnir hafa fengið nokkra daga í viðbót til að mesta ástand leiðslunnar og möguleikum á viðgerð verður líklega unnt að gefa út formlega hvernig staðan er á lögninni og hver næstu skref verða, að því er segir í tilkynningu nefndarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×