Innlent

Troð­fullt á bráða­mót­töku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fólk sem er ekki í bráðri hættu er beðið um að mæta ekki í Fossvoginn heldur hringja í 1700 eða spyrjast fyrir í netspjalli Heilsuveru.
Fólk sem er ekki í bráðri hættu er beðið um að mæta ekki í Fossvoginn heldur hringja í 1700 eða spyrjast fyrir í netspjalli Heilsuveru. Vísir/Vilhelm

Á bráðamóttökunni í Fossvogi er þessa stundina mikið álag og margir sem bíða eftir þjónustu. Það er því rík ástæða fyrir fólk sem er ekki í bráðri hættu að hringja fyrst í 1700 eða leita upplýsinga á netspjalli Heilsuveru áður en leitað er þangað.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Landspítalans. 

„Á bráðamóttökunni er forgangsraðað eftir bráðleika. Við aðstæður eins og nú eru getur fólk sem ekki er í bráðri hættu því þurft að bíða lengur en annars eftir þjónustu. Ef því verður mögulega við komið er þess vegna æskilegt að reyna að leita annað,“ segir í tilkynningunni.

Þetta er í þriðja sinn á innan við fjórum vikum sem Landspítalinn sendir frá sér sambærilega tilkynningu vegna álags.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×