Fótbolti

Sjáðu mörkin sem full­komnuðu full­komna undan­keppni Portúgals

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bruno Fernandes skoraði fyrra mark leiksins.
Bruno Fernandes skoraði fyrra mark leiksins. Carlos Rodrigues/Getty Images

Portúgal lagði Ísland 2-0 í lokaleik liðanna í undankeppni EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. Portúgal vann alla tíu leiki sína í undankeppninni og lýkur henni því með fullt hús stiga.

Bruno Fernandes braut ísinn með hnitmiðuðu skoti á 37. mínútu, staðan 1-0 í hálfleik. Hákon Rafn Valdimarsson hafði átt mjög svo góðan leik í marki Íslands í því sem var hans fyrsti mótsleikur með A-landsliðinu.

Því miður þá hélt Hákon Rafn ekki föstu skoti á 66. mínútu sem endaði með því að Cristiano Ronaldo potaði í boltann áður en Ricardo Horta ýtti boltanum yfir línuna, staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Bæði mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Mörkin úr leik Portúgal og Íslands

Portúgal endaði með 30 stig í J-riðli á meðan Ísland endaði með aðeins 10 stig í 4. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×