Segir James óstöðvandi í þessum ham og lét svo rétthafa heyra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 16:46 Emma á hliðarlínunni í Madríd í miðri viku. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, sparaði ekki stóru orðin um Lauren James eftir 5-1 sigur liðsins á Liverpool. Þá lét hún stjórnendur efstu deildar kvenna í Englandi sem og sjónvarpsréttahafa heyra það en leikurinn var sá þriðji á aðeins sex dögum hjá Chelsea. Hin 22 ára gamla James fór gjörsamlega á kostum og skoraði sína fyrstu þrennu í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea lagði Liverpool á laugardag. Ekki nóg með það heldur lagði hún einnig upp eitt af mörkum liðsins svo hún kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Chelsea þann daginn. „Hún var mögnuð, komst ítrekað í góðar stöður vegna þeirrar vinnu sem hún lagði á sig þegar hún var ekki með boltann,“ sagði Emma Hayes en hún var þarna að stýra sínum fyrsta leik síðan það var staðfest að hún myndi taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu. „Hvernig hún vann án bolta var framúrskarandi, hvernig hún pressaði og vann einvígi sín. Lauren veit hvað mér finnst um hana. Hún sýndi sínar bestu hliðar í dag, hún var óstöðvandi.“ Lét gamminn geysa Hayes nýtti viðtalið einnig til að gagnrýna hversu þétt Chelsea er að spila þessa dagana. „Eftir þrjá leiki á sex dögum ætla ég augljóslega að láta sjónvarpið og deildina heyra það. Við erum eina enska liðið í Evrópu og með eina knattspyrnusambandið sem gerir ekkert til að hjálpa. Samböndin á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi hjálpa öll.“ „Við vorum eina liðið sem spilaði á miðvikudegi (í Madríd í Meistaradeildinni), fyrsta liðið til að spila á laugardegi eftir að spila á útivelli á sunnudagskvöld. Þegar þú spilar við lið sem hefur fengið þrjá auka daga í hvíld og undirbúning þá skiptir það máli.“ Made in Cobham. Absolutely superb today. We heard you all so thanks for the support pic.twitter.com/q1H8LdncfG— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) November 18, 2023 „Sjónvarpsrétthafar og deildin skilja ekki hættuna sem þessu fylgir,“ sagði Hayes að endingu en hún hvíldi fyrirliða sinn Mille Bright gegn Liverpool þar sem Bright er á leið í landsliðsverkefni með Englandi. „Í fullkomnum heimi væru leikmenn að aðstoða fólkið sem tekur þessar ákvarðanir til að sýna að þetta er ekki jafn auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Ég vil bara að hugsað sé um velferð leikmanna, í karla- og kvennaboltanum.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Hin 22 ára gamla James fór gjörsamlega á kostum og skoraði sína fyrstu þrennu í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea lagði Liverpool á laugardag. Ekki nóg með það heldur lagði hún einnig upp eitt af mörkum liðsins svo hún kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Chelsea þann daginn. „Hún var mögnuð, komst ítrekað í góðar stöður vegna þeirrar vinnu sem hún lagði á sig þegar hún var ekki með boltann,“ sagði Emma Hayes en hún var þarna að stýra sínum fyrsta leik síðan það var staðfest að hún myndi taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu. „Hvernig hún vann án bolta var framúrskarandi, hvernig hún pressaði og vann einvígi sín. Lauren veit hvað mér finnst um hana. Hún sýndi sínar bestu hliðar í dag, hún var óstöðvandi.“ Lét gamminn geysa Hayes nýtti viðtalið einnig til að gagnrýna hversu þétt Chelsea er að spila þessa dagana. „Eftir þrjá leiki á sex dögum ætla ég augljóslega að láta sjónvarpið og deildina heyra það. Við erum eina enska liðið í Evrópu og með eina knattspyrnusambandið sem gerir ekkert til að hjálpa. Samböndin á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi hjálpa öll.“ „Við vorum eina liðið sem spilaði á miðvikudegi (í Madríd í Meistaradeildinni), fyrsta liðið til að spila á laugardegi eftir að spila á útivelli á sunnudagskvöld. Þegar þú spilar við lið sem hefur fengið þrjá auka daga í hvíld og undirbúning þá skiptir það máli.“ Made in Cobham. Absolutely superb today. We heard you all so thanks for the support pic.twitter.com/q1H8LdncfG— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) November 18, 2023 „Sjónvarpsrétthafar og deildin skilja ekki hættuna sem þessu fylgir,“ sagði Hayes að endingu en hún hvíldi fyrirliða sinn Mille Bright gegn Liverpool þar sem Bright er á leið í landsliðsverkefni með Englandi. „Í fullkomnum heimi væru leikmenn að aðstoða fólkið sem tekur þessar ákvarðanir til að sýna að þetta er ekki jafn auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Ég vil bara að hugsað sé um velferð leikmanna, í karla- og kvennaboltanum.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira