Aðdáandi Taylor Swift lést á tónleikum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2023 10:43 Mikill harmleikur á tónleikum Taylor Swift í Brasilíu í gærnótt. 23 ára aðdáandi Taylor Swift lést á tónleikum poppstjörnunnar í Ríó de Janeiró í Brasilíu í gærnótt. Ana Clara Benevides var flutt á sjúkrahús eftir að hafa fengið aðsvif í mikilli hitabylgju sem ríður yfir þar í landi um þessar mundir. Dánarorsökin er sögð hafa verið hjartaáfall. Hin unga Benevides var frá Sonora-borg í Brasilíu og stundaði nám í sálfræði. Talsmaður slökkviliðs Ríó de Janeiro hefur sagt að minnst þúsund manns hafi þurft á aðhlynningu að halda sökum aðsvifs á tónleikunum vegna hins mikla hita sem var. Samkvæmt Folha de S. Paulo fór hitinn upp í sextíu gráður á Nilton Santos-leikvanginum þar sem tónleikarnir fóru fram. Skipuleggjendur tónleikanna hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að leyfa tónleikagestum ekki að koma með vatnsflöskur inn á leikvanginn. Taylor Swift tjáði sig um harmleikinn á Instagram-síðu sinni. Taylor vottar fjölskyldu og vinum hinnar látnu samúð sína á miðlinum Instagram.Instagram „Ég trúi ekki að ég sé að skrifa þessi orð en það er með sorg í hjarta sem ég segi að við misstum aðdáanda fyrir tónleikana mína. Ég kem ekki í orð hve sorgmædd ég er yfir þessu. Ég veit voða lítið um málið annað en að hún var svo ótrúlega falleg og allt of ung,“ segir Taylor. Hún segir jafnframt að hún geti ekki tjáð sig um málið á sviðinu vegna þess hvað harmur hennar er mikill. Í færslunni vottar Swift fjölskyldu og vinum hinnar látnu samúð sína. Tónlist Brasilía Hollywood Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Ana Clara Benevides var flutt á sjúkrahús eftir að hafa fengið aðsvif í mikilli hitabylgju sem ríður yfir þar í landi um þessar mundir. Dánarorsökin er sögð hafa verið hjartaáfall. Hin unga Benevides var frá Sonora-borg í Brasilíu og stundaði nám í sálfræði. Talsmaður slökkviliðs Ríó de Janeiro hefur sagt að minnst þúsund manns hafi þurft á aðhlynningu að halda sökum aðsvifs á tónleikunum vegna hins mikla hita sem var. Samkvæmt Folha de S. Paulo fór hitinn upp í sextíu gráður á Nilton Santos-leikvanginum þar sem tónleikarnir fóru fram. Skipuleggjendur tónleikanna hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að leyfa tónleikagestum ekki að koma með vatnsflöskur inn á leikvanginn. Taylor Swift tjáði sig um harmleikinn á Instagram-síðu sinni. Taylor vottar fjölskyldu og vinum hinnar látnu samúð sína á miðlinum Instagram.Instagram „Ég trúi ekki að ég sé að skrifa þessi orð en það er með sorg í hjarta sem ég segi að við misstum aðdáanda fyrir tónleikana mína. Ég kem ekki í orð hve sorgmædd ég er yfir þessu. Ég veit voða lítið um málið annað en að hún var svo ótrúlega falleg og allt of ung,“ segir Taylor. Hún segir jafnframt að hún geti ekki tjáð sig um málið á sviðinu vegna þess hvað harmur hennar er mikill. Í færslunni vottar Swift fjölskyldu og vinum hinnar látnu samúð sína.
Tónlist Brasilía Hollywood Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira