Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um ástandið á Reykjanesi en rætt verður við Magnús Tuma Guðmundsson og einnig við Lögreglustjórann á Suðurnesjum.

Magnús er meðal annars inntur álits á ummælum Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings en hann telur nú líklegast að ekki komi til goss að svo stöddu í það minnsta. 

Einnig verður rætt við Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóra en borið hefur á óánægju á meðal Grindvíkinga með að fyrirtæki í bænum fái betri aðgang að bænum en íbúarnir. 

Einnig fjöllum við um mál hælisleitenda frá Venesúela sem sneru til síns heima í vikunni og fengu þar óblíðar móttökur. 

Að auki fjöllum við um nýja skýrslu frá Ríkisendurskoðun þar sem Matvælastofnun er gagnrýnd. 

Í íþróttapakka dagsins er leikurinn við Slóvakíu gerður upp.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×