Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2023 12:15 Starship á Super Heavy eldflaug á skotpalli SpaceX í Texas. SpaceX Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. Síðast var þessi tilraun reynd í apríl og þá sprakk Starship í loft upp. Fyrst átti geimskotið að fara fram í gær (föstudag) en geimskotin var frestað um sólarhring vegna viðgerða. Þá var skotglugginn styttur úr tveimur tímum í tuttugu mínútur. Hann er því opinn frá 13:00 til 13:20 í dag. Fylgjast má með herlegheitunum í spilaranum hér að neðan. Watch Starship s second integrated flight test https://t.co/bJFjLCiTbK https://t.co/cahoRQ72lm— SpaceX (@SpaceX) November 18, 2023 Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en aðrir geta gert. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Saman sett er stæðan 120 metrar á hæð. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Lendir í sjónum við Havaí Fari allt eftir ætlunum munu Super Heavy eldflaugin bera Starship í um tvær og hálfa mínútu, áður en aðskilnaður fer fram og eldflaugin snýr við og lendir í Mexíkóflóa. Eins og síðast stendur ekki til að reyna að lenda eldflauginni á jörðinni, heldur í sjónum undan ströndum Texas. Geimfarið mun halda áfram eftir aðskilnaðinn og fara næstum því á braut um jörðu. Starship á að fljúga áfram þar til það lendir í sjónum við Havaí í Kyrrahafinu. Síðast þegar þetta var reynt, í apríl, sprakk Starship í loft upp. Eldflaugin tók á loft en ekki tókst að aðskilja geimfarið frá eldflauginni svo öll stæðan snerist í hringi í háloftunum. Öryggisbúnaður geimfarsins sprengdi það í loft upp. Sjá má tilraunaskotið í apríl í spilaranum hér að neðan. Þrátt fyrir að stæðan hafi sprungið í loft upp segja starfsmenn SpaceX að tilraunaskotið hafi hjálpað mikið og í raun verið vel heppnað. Alltaf þóttu nokkuð miklar líkur á því að fyrsta tilraunaskotið endaði með sprengingu. Síðan þá segja forsvarsmenn SpaceX að ýmsar endurbætur hafi verið gerðar á Starship. Í yfirlýsingu sem birt var í september segir að meðal þessara endurbóta séu breytingar á hugbúnaði og öryggiskerfi Starship, betri aðskilnaðarbúnaður og að endurbætur hafi verið gerðar á Raptor-hreyflum Super Heavy, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin SpaceX Geimurinn Tækni Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Grænt ljós á aðra tilraun með stærstu eldflaug heims Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið starfsmönnum SpaceX grænt ljós á nýtt tilraunaskot geimfarsins Starship þar sem nota á stærstu eldflaug heims til að koma geimfarinu næstum því út í geim. Fyrsta tilraunaskotið sem framkvæmd var í apríl misheppnaðist, þegar bæði eldflaugin og geimfarið sprungu í loft upp. 16. nóvember 2023 10:45 Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. 29. október 2023 14:36 Boeing í basli með Starliner Forsvarsmenn Boeing eiga í basli með geimfarið Starliner og hefur fyrirtækið tapað minnst 1,4 milljörðum dala á þróun þess. Þessi þróun hefur gengið brösuglega í gegnum árin og hefur fyrsta geimskoti þess ítrekað verið frestað. 4. október 2023 15:32 Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20. apríl 2023 11:09 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Síðast var þessi tilraun reynd í apríl og þá sprakk Starship í loft upp. Fyrst átti geimskotið að fara fram í gær (föstudag) en geimskotin var frestað um sólarhring vegna viðgerða. Þá var skotglugginn styttur úr tveimur tímum í tuttugu mínútur. Hann er því opinn frá 13:00 til 13:20 í dag. Fylgjast má með herlegheitunum í spilaranum hér að neðan. Watch Starship s second integrated flight test https://t.co/bJFjLCiTbK https://t.co/cahoRQ72lm— SpaceX (@SpaceX) November 18, 2023 Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en aðrir geta gert. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Saman sett er stæðan 120 metrar á hæð. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Lendir í sjónum við Havaí Fari allt eftir ætlunum munu Super Heavy eldflaugin bera Starship í um tvær og hálfa mínútu, áður en aðskilnaður fer fram og eldflaugin snýr við og lendir í Mexíkóflóa. Eins og síðast stendur ekki til að reyna að lenda eldflauginni á jörðinni, heldur í sjónum undan ströndum Texas. Geimfarið mun halda áfram eftir aðskilnaðinn og fara næstum því á braut um jörðu. Starship á að fljúga áfram þar til það lendir í sjónum við Havaí í Kyrrahafinu. Síðast þegar þetta var reynt, í apríl, sprakk Starship í loft upp. Eldflaugin tók á loft en ekki tókst að aðskilja geimfarið frá eldflauginni svo öll stæðan snerist í hringi í háloftunum. Öryggisbúnaður geimfarsins sprengdi það í loft upp. Sjá má tilraunaskotið í apríl í spilaranum hér að neðan. Þrátt fyrir að stæðan hafi sprungið í loft upp segja starfsmenn SpaceX að tilraunaskotið hafi hjálpað mikið og í raun verið vel heppnað. Alltaf þóttu nokkuð miklar líkur á því að fyrsta tilraunaskotið endaði með sprengingu. Síðan þá segja forsvarsmenn SpaceX að ýmsar endurbætur hafi verið gerðar á Starship. Í yfirlýsingu sem birt var í september segir að meðal þessara endurbóta séu breytingar á hugbúnaði og öryggiskerfi Starship, betri aðskilnaðarbúnaður og að endurbætur hafi verið gerðar á Raptor-hreyflum Super Heavy, svo eitthvað sé nefnt.
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Tækni Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Grænt ljós á aðra tilraun með stærstu eldflaug heims Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið starfsmönnum SpaceX grænt ljós á nýtt tilraunaskot geimfarsins Starship þar sem nota á stærstu eldflaug heims til að koma geimfarinu næstum því út í geim. Fyrsta tilraunaskotið sem framkvæmd var í apríl misheppnaðist, þegar bæði eldflaugin og geimfarið sprungu í loft upp. 16. nóvember 2023 10:45 Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. 29. október 2023 14:36 Boeing í basli með Starliner Forsvarsmenn Boeing eiga í basli með geimfarið Starliner og hefur fyrirtækið tapað minnst 1,4 milljörðum dala á þróun þess. Þessi þróun hefur gengið brösuglega í gegnum árin og hefur fyrsta geimskoti þess ítrekað verið frestað. 4. október 2023 15:32 Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20. apríl 2023 11:09 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Grænt ljós á aðra tilraun með stærstu eldflaug heims Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið starfsmönnum SpaceX grænt ljós á nýtt tilraunaskot geimfarsins Starship þar sem nota á stærstu eldflaug heims til að koma geimfarinu næstum því út í geim. Fyrsta tilraunaskotið sem framkvæmd var í apríl misheppnaðist, þegar bæði eldflaugin og geimfarið sprungu í loft upp. 16. nóvember 2023 10:45
Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. 29. október 2023 14:36
Boeing í basli með Starliner Forsvarsmenn Boeing eiga í basli með geimfarið Starliner og hefur fyrirtækið tapað minnst 1,4 milljörðum dala á þróun þess. Þessi þróun hefur gengið brösuglega í gegnum árin og hefur fyrsta geimskoti þess ítrekað verið frestað. 4. október 2023 15:32
Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20. apríl 2023 11:09