Gosið í Eyjum 1973: Hittust á Hlemmi til að vita hvar þeir myndu æfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 12:01 Eyjamenn sumarið 1973 náðu þriðja sætinu í efstu deild þrátt fyir að missa heimavöllinn sinn eftir eldgos á Heimaey. Vísir/Skjamynd/Timarit.is Grindavíkurliðin spila bæði næsta heimaleik sinn í Subway-deildunum í körfubolta í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn en það verður ekki spilað í Grindavík á næstunni enda bærinn í miðju umbrotanna á Reykjanesinu. Konurnar fá Þór Akureyri í heimsókn í Smárann klukkan 14.00 og klukkan 17.00 taka karlarnir á móti Hamarsliðinu á sama stað. Báðir leikir verða sýndir beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og það verður einnig ókeypis inn á leikina. Samhliða fer síðan fram söfnun en framlög til Rauða krossins fara til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna umbrotanna í kringum Grindavík. Það er ekki byrjað að gjósa í Grindavík en þetta minnir samt svolítið á þegar gaus í Vestmannaeyjum fyrir fimmtíu árum síðan. Síðan með umfjöllun um ÍBV liðið 1973 í bókinni 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi.100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu Árið 1973 var ÍBV í efstu deild karla í fótbolta en það byrjaði að gjósa á Heimaey í janúar 1973. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af þátttöku ÍBV á Íslandsmótinu um sumarið þar sem leikmenn þess fóru frá Eyjum og dreifðust um suðvesturhornið. Leikmenn fluttu á Stór-Reykjavíkursvæðið en einnig til Þorlákshafnar, Grindavíkur og Keflavíkur. Nokkrir leikmenn Eyjaliðsins urðu líka eftir í Vestmannaeyjum til að hjálpa við björgunarstörfin en allt var gert til að verja húsin fyrir skemmdum í gosinu. Ásgeir Sigurvinsson, leikmaður ÍBV þetta sumar, ræddi um þennan vetur og þetta tímabil í viðtali í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar; 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi. Ákveðnir að gefast ekki upp „Við vorum ákveðnir að gefast ekki upp - ætluðum að halda merki ÍBV hátt á lofti og gefast ekki upp, hvað sem það kostaði,“ sagði Ásgeir við bókarhöfund. Eyjamenn voru þarna ekki með neinn fastan stað fyrir æfingar. Þeir voru því boðaðir á Hlemm í Reykjavík klukkan 19.00 á kvöldin, þá daga sem æfingarnar áttu að fara fram. „Það lá ekki fyrir hvar æfingar okkar voru hverju sinni og stundum náðist ekki að útvega æfingarstað fyrr en hálftíma fyrir æfingarnar,“ sagði Ásgeir. Eyjamenn æfðu á Melavellinum, á Framvelli, á KR-velli og á Vallagerðisvellinum í Kópavogi. Þá fengu þeir einnig að æfa hjá Aftureldingu í Mosfellsbænum sem og í Njarðvík. Enduðu í Njarðvík Eyjamenn sömdu á endanum við Njarðvíkinga um að fá að spila heimaleiki sína á grasvellinum í Njarðvík. ÍBV reyndi að fá Laugardalsvöllinn fyrir stórleiki sína við ÍA og Keflavík en það gekk ekki eftir. Þeir fengu aftur á móti að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið með því að keppa á Reykjavíkurmótinu enda orðnir að hálfgerðu Reykjavíkurfélagi vegna aðstæðnanna. ÍBV endaði í þriðja sæti deildarinnar sumarið 1973 en liðið vann fimm af sjö heimaleikjum sínum í Njarðvík og tapaði aðeins einum. Tapið kom á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík. Subway-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Konurnar fá Þór Akureyri í heimsókn í Smárann klukkan 14.00 og klukkan 17.00 taka karlarnir á móti Hamarsliðinu á sama stað. Báðir leikir verða sýndir beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og það verður einnig ókeypis inn á leikina. Samhliða fer síðan fram söfnun en framlög til Rauða krossins fara til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna umbrotanna í kringum Grindavík. Það er ekki byrjað að gjósa í Grindavík en þetta minnir samt svolítið á þegar gaus í Vestmannaeyjum fyrir fimmtíu árum síðan. Síðan með umfjöllun um ÍBV liðið 1973 í bókinni 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi.100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu Árið 1973 var ÍBV í efstu deild karla í fótbolta en það byrjaði að gjósa á Heimaey í janúar 1973. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af þátttöku ÍBV á Íslandsmótinu um sumarið þar sem leikmenn þess fóru frá Eyjum og dreifðust um suðvesturhornið. Leikmenn fluttu á Stór-Reykjavíkursvæðið en einnig til Þorlákshafnar, Grindavíkur og Keflavíkur. Nokkrir leikmenn Eyjaliðsins urðu líka eftir í Vestmannaeyjum til að hjálpa við björgunarstörfin en allt var gert til að verja húsin fyrir skemmdum í gosinu. Ásgeir Sigurvinsson, leikmaður ÍBV þetta sumar, ræddi um þennan vetur og þetta tímabil í viðtali í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar; 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi. Ákveðnir að gefast ekki upp „Við vorum ákveðnir að gefast ekki upp - ætluðum að halda merki ÍBV hátt á lofti og gefast ekki upp, hvað sem það kostaði,“ sagði Ásgeir við bókarhöfund. Eyjamenn voru þarna ekki með neinn fastan stað fyrir æfingar. Þeir voru því boðaðir á Hlemm í Reykjavík klukkan 19.00 á kvöldin, þá daga sem æfingarnar áttu að fara fram. „Það lá ekki fyrir hvar æfingar okkar voru hverju sinni og stundum náðist ekki að útvega æfingarstað fyrr en hálftíma fyrir æfingarnar,“ sagði Ásgeir. Eyjamenn æfðu á Melavellinum, á Framvelli, á KR-velli og á Vallagerðisvellinum í Kópavogi. Þá fengu þeir einnig að æfa hjá Aftureldingu í Mosfellsbænum sem og í Njarðvík. Enduðu í Njarðvík Eyjamenn sömdu á endanum við Njarðvíkinga um að fá að spila heimaleiki sína á grasvellinum í Njarðvík. ÍBV reyndi að fá Laugardalsvöllinn fyrir stórleiki sína við ÍA og Keflavík en það gekk ekki eftir. Þeir fengu aftur á móti að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið með því að keppa á Reykjavíkurmótinu enda orðnir að hálfgerðu Reykjavíkurfélagi vegna aðstæðnanna. ÍBV endaði í þriðja sæti deildarinnar sumarið 1973 en liðið vann fimm af sjö heimaleikjum sínum í Njarðvík og tapaði aðeins einum. Tapið kom á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík.
Subway-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira