Fótbolti

Fyrsta tapið kom í Wales

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Byrjunarlið Íslands.
Byrjunarlið Íslands. Knattspyrnusamband Íslands

Íslenska U-21 árs landslið drengja í knattspyrna tapaði 1-0 ytra gegn Wales í þriðju umferð undankeppni EM 2025. Ísland hafði unnið fyrstu tvo leiki undankeppninnar.

Mikil spenna var fyrir leikinn enda íslenska U-21 landsliðið staði sig með prýði og unnið fyrstu tvo leiki sína. 

Byrjunarlið dagsins má sjá í myndinni hér að ofan en stillt var upp í 4-3-3 leikkerfi þar sem leikmenn voru í eftirfarandi stöðum:

  • Markvörður: Adam Ingi Benediktsson
  • Hægri bakvörður: Valgeir Valgeirsson
  • Vinstri bakvörður: Ólafur Guðmundsson
  • Miðverðir: Hlynur Freyr Karlsson og Logi Hrafn Róbertsson
  • Miðjumenn: Davíð Snær Jóhannsson, Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson
  • Hægri vængmaður: Ísak Andri Sigurgersson
  • Vinstri vængmaður: Kristall Máni Ingason
  • Framherji Hilmir Rafn Mikaelsson

Það tók heimamenn tæpan hálftíma að skora það sem reyndist sigurmarkið. Joe Low með markið eftir undirbúning Thomas Davies. Kristall Máni fékk eina gula spjald Íslands í leiknum á 36. mínútu en staðan 1-0 Wales í vil í hálfleik.

Joshua Tomas fékk rautt spjald eftir rúma klukkustund en íslenska liðinu tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. Lokatölur í Wales 1-0 heimamönnum í vil.

Ísland er í 2. sæti riðilsins með sex stig að loknum þremur leikjum en Wales á toppnum með átta stig að loknum fjórum leikjum.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×