Vilja leggja jafnlaunavottunina niður Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2023 12:03 Bergþór Ólason. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að horfið verði frá lögum um jafnlaunavottun enda hafi sú tilraun mistekist með öllu og sé íþyngjandi fyrir fyrirtæki. vísir/vilhelm Miðflokkurinn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir því að jafnlaunavottunin verði lögð niður. Þeir Miðflokksmenn eru einir um að mæla fyrir tillögunni en þar segir að ljóst sé að ekki hafi tekist að uppfylla jafnlaunavottun og eins virðist að með nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafi jafnlaunavottun verið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki. „Ferlið er kostnaðarsamt og eykur flækjustig fyrir fyrirtæki. Því telja flutningsmenn að hagstæðast sé fyrir stofnanir og fyrirtæki í landinu að jafnlaunavottun verði afnumin því að ljóst sé að ekki er forsenda fyrir því að halda áfram með vottunina,“ segir í tillögunni. Sigmundur Davíð og Bergþór segja í tillögu sinni ljóst að hagstæðast sé fyrir fyrirtæki og stofnanir að jafnlaunavottunin verði aflögð.vísir/vilhelm Það var hinn 1. júní 2017 sem Alþingi samþykkti lög um jafnlaunavottun. Þorsteinn Víglundsson, sem þá var félagsmálaráðherra, hafði barist mjög fyrir því að málið yrði að veruleika og var ekki mikil andstaða við það á þinginu. Lögin fólu meðal annars í sér það að fyrirtækjum og stofnunum var gert skilt að öðlast jafnlaunavottun og miðaði það við starfsmannafjölda sem hér segir: – 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2018. – 150–249 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2019. – 90–149 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2020. – 25–89 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2021. – Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019. Í tillögu þeirra Sigmundar Davíðs og Bergþórs segir að markmiðið hafi verið að jafna hlut kynjanna en það hafi mistekist: „Þegar tölur við lok árs 2022 eru skoðaðar kemur í ljós að alls hafa 443 fyrirtæki og stofnanir af 1.094 hlotið jafnlaunavottun. Eftir standa 651 fyrirtæki og stofnanir sem ekki hafa hlotið jafnlaunavottun þrátt fyrir skýran tímaramma laga á því hvenær fyrirtæki og stofnanir skyldu hafa hlotið vottun.“ Á er bent að í niðurstöðum rannsókna um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa, en sú niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla árið 2022, komi fram að reglugerðinni fylgi engar leiðbeiningar um hvað sönnunarbyrði vottunaraðila inniheldur hvað varðar rannsóknarvinnu gagnvart starfaflokkun eða launagreiningu, umfang skoðunar, fjölda viðmælanda eða lágmarkstímafjölda. Alþingi Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Þeir Miðflokksmenn eru einir um að mæla fyrir tillögunni en þar segir að ljóst sé að ekki hafi tekist að uppfylla jafnlaunavottun og eins virðist að með nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafi jafnlaunavottun verið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki. „Ferlið er kostnaðarsamt og eykur flækjustig fyrir fyrirtæki. Því telja flutningsmenn að hagstæðast sé fyrir stofnanir og fyrirtæki í landinu að jafnlaunavottun verði afnumin því að ljóst sé að ekki er forsenda fyrir því að halda áfram með vottunina,“ segir í tillögunni. Sigmundur Davíð og Bergþór segja í tillögu sinni ljóst að hagstæðast sé fyrir fyrirtæki og stofnanir að jafnlaunavottunin verði aflögð.vísir/vilhelm Það var hinn 1. júní 2017 sem Alþingi samþykkti lög um jafnlaunavottun. Þorsteinn Víglundsson, sem þá var félagsmálaráðherra, hafði barist mjög fyrir því að málið yrði að veruleika og var ekki mikil andstaða við það á þinginu. Lögin fólu meðal annars í sér það að fyrirtækjum og stofnunum var gert skilt að öðlast jafnlaunavottun og miðaði það við starfsmannafjölda sem hér segir: – 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2018. – 150–249 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2019. – 90–149 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2020. – 25–89 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2021. – Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019. Í tillögu þeirra Sigmundar Davíðs og Bergþórs segir að markmiðið hafi verið að jafna hlut kynjanna en það hafi mistekist: „Þegar tölur við lok árs 2022 eru skoðaðar kemur í ljós að alls hafa 443 fyrirtæki og stofnanir af 1.094 hlotið jafnlaunavottun. Eftir standa 651 fyrirtæki og stofnanir sem ekki hafa hlotið jafnlaunavottun þrátt fyrir skýran tímaramma laga á því hvenær fyrirtæki og stofnanir skyldu hafa hlotið vottun.“ Á er bent að í niðurstöðum rannsókna um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa, en sú niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla árið 2022, komi fram að reglugerðinni fylgi engar leiðbeiningar um hvað sönnunarbyrði vottunaraðila inniheldur hvað varðar rannsóknarvinnu gagnvart starfaflokkun eða launagreiningu, umfang skoðunar, fjölda viðmælanda eða lágmarkstímafjölda.
– 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2018. – 150–249 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2019. – 90–149 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2020. – 25–89 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2021. – Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019.
Alþingi Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira